Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa fordæmt árásir sem voru gerðar á áhangendur ísraelska knattspyrnuliðsins Maccabi-Tel Aviv að loknum leik þess gegn Ajax í Amsterdam í gærkvöldi.
Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa fordæmt árásir sem voru gerðar á áhangendur ísraelska knattspyrnuliðsins Maccabi-Tel Aviv að loknum leik þess gegn Ajax í Amsterdam í gærkvöldi.
Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa fordæmt árásir sem voru gerðar á áhangendur ísraelska knattspyrnuliðsins Maccabi-Tel Aviv að loknum leik þess gegn Ajax í Amsterdam í gærkvöldi.
Talið er að fjöldi þeirra hafi særst.
„Ég fylgdist með hryllingi á umfjöllun um það sem gerðist í Amsterdam. Algjörlega óásættanlegar árásir á Ísraela,“ skrifaði Schoof á X og bætti við að hann hefði rætt við Netanjahú til að fullvissa hann um að „gerendurnir verða eltir uppi og sóttir til saka“.
Netanjahú sendi tvær björgunarflugvélar til Hollands í morgun vegna þess sem gerðist.
„Netanjahú forsætisráðherra lítur þetta hræðilega atvik alvarlegum augum og krefst þess að hollensk stjórnvöld og lögreglan grípi skjótt og örugglega til aðgerða gegn þeim sem voru að verki og tryggi öryggi okkar borgara,“ sagði í tilkynningu frá skrifstofu Netanjahú.
Ekki kemur þar fram hvað leiddi til „mjög ofbeldisfulls atviks í garð ísraelskra borgara“, en hollenski fjölmiðillinn AT5 sagði að slagsmál hefðu brotist út í gærkvöldi að loknum leik liðanna í Evrópudeildinni.
Fram kom að þó nokkur slagsmál hefðu brotist út í miðborg Amsterdam, auk skemmdarverka. Viðbúnaður lögreglu var mikill á svæðinu. Sendiráð Ísraels í Bandaríkjunum sagði að „setið hefði verið fyrir og ráðist á mörg hundruð“ áhangendur Maccabi í Amsterdam er þeir „yfirgáfu leikvanginn að leik loknum“.