Saknar rimmanna á milli Óskars og Arnars

Dagmál | 8. nóvember 2024

Saknar rimmanna á milli Óskars og Arnars

„Þetta var einstök atburðarrás og það hefði verið fullmikið að ætla að leika hana eftir,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Saknar rimmanna á milli Óskars og Arnars

Dagmál | 8. nóvember 2024

„Þetta var einstök atburðarrás og það hefði verið fullmikið að ætla að leika hana eftir,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

„Þetta var einstök atburðarrás og það hefði verið fullmikið að ætla að leika hana eftir,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Hefðu gert allt fyrir Óskar

Breiðablik neitaði að nota gestaklefann á Víkingsvelli í leik liðanna á síðustu leiktíð og mætti því nokkrum mínútum fyrir leik á rútu þar sem leikmenn liðsins gengu beint út á völlinn.

„Allir leikmannahópurinn hefði gert allt það sem Óskar lagði fyrir okkur,“ sagði Höskuldur.

„Mér fannst þetta algjör snilld og þegar ég horfi til baka þá var þetta ekkert eðlilega skemmtilegt uppátæki. Þetta kryddaði upp á þennan afþreyingarbransa og maður saknar rimmanna milli Óskars og Arnars,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is