Katar hefur látið af hlutverki sínu sem sáttasemjari í viðræðum Ísraela og Hamas-samtakanna um vopnahlé á Gasasvæðinu og endurheimt gísla.
Katar hefur látið af hlutverki sínu sem sáttasemjari í viðræðum Ísraela og Hamas-samtakanna um vopnahlé á Gasasvæðinu og endurheimt gísla.
Katar hefur látið af hlutverki sínu sem sáttasemjari í viðræðum Ísraela og Hamas-samtakanna um vopnahlé á Gasasvæðinu og endurheimt gísla.
Frá því greina embættismenn í Katar sem kveðast viljugir til að snúa aftur að samningaborðinu þegar samninganefndir Ísraels og Hamas séu raunverulega viljugar til þess að semja.
Bandarískir embættismenn hafa þegar sagt að þeir geti ekki sætt sig við að sitja til borðs með fulltrúum Hamas sem hafi hafnað mismunandi tillögum, um að binda enda á stríðið, trekk í trekk.
„Katar tilkynnti báðum aðilum fyrir tíu dögum að þeir myndu láta af málamiðlanahlutverki sínu ef samkomulag næðist ekki í þeirri lotu,“ sagði í tilkynningu frá talsmanni utanríkisráðuneytis Katar, Majed Al Ansari.
Hamas hefur verið með skrifstofu í Doha, höfuðborg Katar, frá árinu 2012 sem talið er hafa verið að beiðni ríkisstjórnar þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.
Fréttamiðlar í Katar hafa greint frá því að utanríkisráðuneyti Katar telji skrifstofuna ekki þjóna tilgangi sínum lengur í ljósi þess að samtökin hafi ítrekað hafnað samningum við Ísrael, en yfirvöld segja þá fullyrðingu ekki eiga við rök að styðjast.
Ísrael hefur einnig verið sakað um að hafna samningum en aðeins örfáum dögum eftir að hafa verið rekinn úr embætti sagði fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant, að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefði hafnað friðarsamkomulagi við Hamas þvert á ráðleggingar yfirmanna í öryggismálum.