Kona lýsir því hvernig einmanaleikinn hvarf ekki þó að hún eignaðist kærasta. Vini megi ekki vanrækja.
Kona lýsir því hvernig einmanaleikinn hvarf ekki þó að hún eignaðist kærasta. Vini megi ekki vanrækja.
Kona lýsir því hvernig einmanaleikinn hvarf ekki þó að hún eignaðist kærasta. Vini megi ekki vanrækja.
„Ég var einhleyp fram á þrítugsaldur og var oft afar einmana. Ég átti fullt af vinum en mig langaði svo að eiga félaga sem ég gæti deilt öllu með. Ég þoldi ekki að fara ein heim eftir útstáelsi með vinunum sem allir fóru heim með maka sínum. Að kveikja á ljósunum heima og stara út í tómið var einmanalegt,“ segir Izzy Price í pistli sínum á The Stylist.
„Ég átti öflugt félagslíf en ég náði samt að sannfæra mig um að vinir væru ekki nóg. Ég vildi kærasta. Ef ég bara ætti kærasta þá yrði ég aldrei aftur einmana. Ég er ekki sú eina en sálfræðingar segja að samfélagið ýti undir óraunhæfar væntingar um hvað sambönd geti gert fyrir mann. Að kærasti muni lækna öll mein og mæta þörfum okkar.“
„Augljóslega hafði ég rangt fyrir mér. Ég var ósjálfrátt að ýta vinum í burtu með að einblína á kærasta leit og það ýtti undir einmanakennd. Við þurfum hóp fólks sem getur sinnt okkar tilfinningalegum þörfum á ólíka vegu. Það er mikilvægt persónulegum þroska okkar. Þannig tileiknum við okkur ný sjónarhorn og okkur líður eins og við eigum stað í veröldinni sem nær út fyrir hið rómantíska svið. Sama hversu gott samband okkar við makann er þá erum við hamingjusömust þegar við getum ræktað samfélag sem fullnægir þessum tengslaþörfum okkar.“
„Þegar ég byrjaði með kærasta mínum þá ætlaði ég ekki að fjarlægjast vini mína. Ég vildi ekki vera sú týpa sem gleymir vinunum. En ég er bara nýlega farin að skilja til fulls hversu mikilvægir vinir eru. Þegar kærastinn skreppur af bæ þá er ég einmana og þekki fáa sem eru til í að fylla upp í tómið.“
„Sálfræðingar segja að maki geti ekki verið manni allt og að vinir koma með ólíka hluti á borðið eftir þörfum hvers tíma. Eftir að ég uppgötvaði að hafa vanrækt vinina í gegnum árin þá hef ég markvisst verið að vinna þá til baka.“