Íranir hafna ásökunum um morðtilraun

Íranir hafna ásökunum um morðtilraun

Utanríkisráðuneyti Írans segir ekkert til í ásökunum bandarískra stjórnvalda um að ráðamenn í Íran hafi ætlað að láta ráða Donald Trump af dögunum.

Íranir hafna ásökunum um morðtilraun

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 9. nóvember 2024

Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur …
Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans. Samsett mynd/AFP/Charly Triballeau/Atta Kenare

Utanríkisráðuneyti Írans segir ekkert til í ásökunum bandarískra stjórnvalda um að ráðamenn í Íran hafi ætlað að láta ráða Donald Trump af dögunum.

Utanríkisráðuneyti Írans segir ekkert til í ásökunum bandarískra stjórnvalda um að ráðamenn í Íran hafi ætlað að láta ráða Donald Trump af dögunum.

Utanríkisráðuneytið „hafnar ásökunum um að Íran tengist nokkrum morðtilraunum sem beinast hafa gegn fyrrverandi eða núverandi bandarískum embættismönnum,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður ráðuneytisins, í yfirlýsingu.

Esmaeil Baghaei.
Esmaeil Baghaei. AFP/Atta Kenare

Ekki verið handtekinn

Í gær kom fram að banda­rísk stjórn­völd hefðu ákært ír­ansk­an mann í tengsl­um við meint sam­særi um að myrða Trump.

Sam­kvæmt dóms­skjöl­um báðu ír­ansk­ir ​​emb­ætt­is­menn Far­had Shakeri um að gera áætl­un að morði Trumps. Shakeri hef­ur ekki verið hand­tek­inn en talið er að hann sé í Íran.

mbl.is