Utanríkisráðuneyti Írans segir ekkert til í ásökunum bandarískra stjórnvalda um að ráðamenn í Íran hafi ætlað að láta ráða Donald Trump af dögunum.
Utanríkisráðuneyti Írans segir ekkert til í ásökunum bandarískra stjórnvalda um að ráðamenn í Íran hafi ætlað að láta ráða Donald Trump af dögunum.
Utanríkisráðuneyti Írans segir ekkert til í ásökunum bandarískra stjórnvalda um að ráðamenn í Íran hafi ætlað að láta ráða Donald Trump af dögunum.
Utanríkisráðuneytið „hafnar ásökunum um að Íran tengist nokkrum morðtilraunum sem beinast hafa gegn fyrrverandi eða núverandi bandarískum embættismönnum,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður ráðuneytisins, í yfirlýsingu.
Í gær kom fram að bandarísk stjórnvöld hefðu ákært íranskan mann í tengslum við meint samsæri um að myrða Trump.
Samkvæmt dómsskjölum báðu íranskir embættismenn Farhad Shakeri um að gera áætlun að morði Trumps. Shakeri hefur ekki verið handtekinn en talið er að hann sé í Íran.