Laun framhaldsskólakennara rúm milljón að jafnaði

Spursmál | 9. nóvember 2024

Laun framhaldsskólakennara rúm milljón að jafnaði

Meðalllaun framhaldsskólakennara voru að jafnaði ríflega milljón krónur síðast þegar gögn um það voru tekin saman í mars síðastliðnum.

Laun framhaldsskólakennara rúm milljón að jafnaði

Spursmál | 9. nóvember 2024

Meðalllaun framhaldsskólakennara voru að jafnaði ríflega milljón krónur síðast þegar gögn um það voru tekin saman í mars síðastliðnum.

Meðalllaun framhaldsskólakennara voru að jafnaði ríflega milljón krónur síðast þegar gögn um það voru tekin saman í mars síðastliðnum.

Bjarni spurður út í deiluna

Þetta sést þegar rýnt er í tölur fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem heldur saman gögnum um laun starfsstétta sem starfa hjá ríkinu eftir stéttarfélagsaðild.

Um þetta er fjallað í nýjasta þætti Spursmála og forsætisráðherra meðal annars spurður út í deiliuna og hvað honum finnist um þessa launasetningu.

Einnig er imprað á því hver kennsluskylda framhaldsskólakennara er. Hún er 24 stundir í grunninn en þar er miðað við 40 mínútna tíma. Með hækkandi aldri njóta kennarar þó svokallaðs „kennsluafsláttar“ og fer þá skyldan í mörgum tilvikum niður í 19 stundir á viku en það jafngildir tæplega 13 klukkustunda virkri kennslu. Þar er að sönnu ekki tekið tillit til undirbúnings og annarra verkefna sem tengjast kennslustarfinu, prófa- og verkefnayfirferð til dæmis.

Bjarni Benediktsson er gestur Spursmála að þessu sinni.
Bjarni Benediktsson er gestur Spursmála að þessu sinni. mbl.is/María Matthíasdóttir

Nokkru munar á körlum og konum

Í gögnum fjármálaráðuneytisins sést að karlar innan vébanda Kennarasambands Íslands voru að jafnaði með 1.077 þúsund krónur á mánuði og konur 1.008 þúsund krónur.

Athygli vekur að samkvæmt þessum tölum eru dagvinnulaun kvenna hærri en karlanna, eða 805 þúsund á móti 778 þúsundum. Meiri yfirvinna hífir karlana hins vegar upp en í mars var hún að jafnaði 276 þúsund krónur hjá þeim en 188 þúsund hjá konunum.

Spursmálaþáttinn þar sem Bjarni Benediktsson er meðal annars gestur má sjá í heild sinni hér:

mbl.is