Spara mætti sjö milljarða króna

Ný brú yfir Ölfusá | 9. nóvember 2024

Spara mætti sjö milljarða króna

Unnt er að lækka byggingarkostnað nýrrar brúar yfir Ölfusá um allt að 7 milljarða króna og stytta framkvæmdatíma verulega með því að leita annarra lausna við hönnun og smíði brúarinnar.

Spara mætti sjö milljarða króna

Ný brú yfir Ölfusá | 9. nóvember 2024

Mun hagkvæmari lausn er í boði en mannvirkið sem byggja …
Mun hagkvæmari lausn er í boði en mannvirkið sem byggja á. Tölvumynd/Vegagerðin

Unnt er að lækka byggingarkostnað nýrrar brúar yfir Ölfusá um allt að 7 milljarða króna og stytta framkvæmdatíma verulega með því að leita annarra lausna við hönnun og smíði brúarinnar.

Unnt er að lækka byggingarkostnað nýrrar brúar yfir Ölfusá um allt að 7 milljarða króna og stytta framkvæmdatíma verulega með því að leita annarra lausna við hönnun og smíði brúarinnar.

Þetta kemur m.a. fram í grein Magnúsar Rannvers Rafnssonar verkfræðings í Morgunblaðinu í dag, en Magnús er með sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar og hönnunar burðarvirkja.

Samkvæmt síðustu áætlunum á mannvirkið að kosta um 18 milljarða að meðtöldum kostnaði við vegagerð að brúnni beggja vegna, þar af er kostnaður vegna brúarinnar sjálfrar um 12 milljarðar.

Sláandi yfirstærð og efnismassi

Margir spyrji hvort kostnaður sé eðlilegur fyrir haflengdir sem eru annars vegar um 75 og hins vegar 95 metrar, miðað við fyrirhugaða veglínu.

Yfirstærð og efnismassi fyrirhugaðrar brúar sé sláandi og spyr Magnús hvers vegna brúa eigi tvö 165 metra löng höf, 330 metra alls, þegar dugi að vinna með u.þ.b. 75 og 95 metra höf, samtals 170 metra, sem myndi samanlagt kosta á bilinu 3,5 til 4,5 milljarða í stað þeirra 12 milljarða sem ætlunin er að eyða í nýja Ölfusárbrú.

Mögulegt væri að vinna á fleiri stöðum í einu, með helmingi minni efnismassa, sem myndi leiða til mun hraðara og einfaldara framkvæmdaferlis.

mbl.is