Á barnsaldri dreymdi Elínu Tinnu Logadóttur um að verða leikkona og lifa af listinni. Sá draumur rættist ekki, en með tímanum færðist markmiðið inn á aðra braut.
Á barnsaldri dreymdi Elínu Tinnu Logadóttur um að verða leikkona og lifa af listinni. Sá draumur rættist ekki, en með tímanum færðist markmiðið inn á aðra braut.
Á barnsaldri dreymdi Elínu Tinnu Logadóttur um að verða leikkona og lifa af listinni. Sá draumur rættist ekki, en með tímanum færðist markmiðið inn á aðra braut.
Elín Tinna útskrifaðist frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2012 og tók við stöðu framkvæmdastjóra Útilífs á síðasta ári. Hún nýtur þess að mæta í vinnuna dagsdaglega, enda mikil félagsvera, og segir seiglu og jákvætt hugarfar koma manni langt í lífinu.
Hvernig komstu þangað sem þú ert í dag?
„Ég hef verið lánsöm í lífinu að fá spennandi tækifæri sem ég hef nýtt vel. Ég hef tamið mér það í vinnu að nálgast verkefni af dugnaði og áhuga, almennt reyna að hafa gaman að hlutunum og gera aðeins meira en er ætlast til og þannig hefur það gengið.
Hverjar voru helstu áskoranirnar á leiðinni?
„Það er auðvitað áskorun að læra nýja hluti og taka ábyrgð á verkefnum í fyrsta skiptið. Það er mikill lærdómur sem fylgir því að fá tækifæri ungur og oft hugsa ég tilbaka að sum verkefni hefði ég tæklað öðruvísi með reynsluna á bakinu en ætli það sé ekki einmitt tilgangurinn að læra af mistökum og gera betur í dag en í gær.“
Fannst þér þú uppskera á einhverjum tímapunkti að þú værir búin að ná markmiðum þínum?
„Er maður nokkurn tímann búinn að ná markmiðum sínum? Ég á að minnsta kosti nóg eftir.“
Hvað gefur vinnan þér?
„Vinnan gefur mér mikið, mér finnst almennt rosalega gaman í vinnunni. Ég er mikil félagsvera og finnst frábært að vinna með góðum hóp að markmiði. Það er svo fátt skemmtilegra en að fagna þegar markmið nást.“
Hvað er spennandi að gerast hjá Útilíf?
„Útilíf fagnar 50 árum í ár og við höfum verið að halda upp á þann merka áfanga. Það er gaman að starfa hjá fyrirtæki með ríka sögu sem hefur verið stór hluti af íþrótta- og útivistarupplifunum viðskiptavina og þróa það áfram. Nú erum við að vinna í uppfærslu á íþróttavöruverslunum okkar í verslunarmiðstöðvunum svo það verður spennandi verkefni.“
Hvert er besta ráð sem þú hefur fengið?
„Ég veit ekki hvort það sé ráð en mér finnst frasinn „Enginn veit neitt, og allir eru að gera sitt besta“ oft veita mér ró þegar maður er að finna úr flóknum verkefnum.“
Hefur þú átt það til að ofkeyra þig, og ef svo er, hvernig hefur þú brugðist við því?
„Já, það kemur fyrir að batteríið fari of langt niður. Líkaminn minn lætur mig nú yfirleitt vita þegar það er komið gott og þá reyni ég að taka því rólega.“
Elín Tinna er gift Agli Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Domino's, og á með honum tvær dætur, þær Ólöfu Björk og Katrínu Ingu. Hún er mikil útivistarkona og veit fátt betra en að fara í heitt bað að loknum vinnudegi eða eftir hressandi fjallgöngu.
Hvernig er morgunrútínan þín?
„Ég vakna yfirleitt fyrst á heimilinu og mitt fyrsta verk er að kveikja á kaffivélinni. Svo finnst mér einstaklega gott að byrja daginn á því að fara í bað og nýti tækifærið þar til að renna yfir dagatalið mitt og helstu miðla. Svo hefst fjörið að fæða og klæða fyrir skóla og leikskóla áður en allir halda út í daginn.“
Hvernig skipuleggur þú daginn?
„Dagurinn skipuleggur sig svolítið sjálfur svo það er mikilvægt að allt sé inni í dagatalinu annars er hætt við að ég gleymi því.“
Hver er uppáhaldsdagur vikunnar og hvers vegna?
„Ég held að föstudagur sé í uppáhaldi. Þá reyni ég að tikka í þau box sem á eftir að klára fyrir helgina í vinnunni og finnst svo best að vera með fjölskyldunni og enda svo kvöldið á strangheiðarlegu áhorfi í línulegri dagskrá.“
Hvað er lúxus í þínum huga?
„Að fara í heitt bað, ég græt alltaf smá inni mér þegar ég heyri fólk fjarlægja bað af heimilum fyrir sturtuklefa, það eru ákveðin lífsgæði fólgin í því að fara í bað!“
Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?
„Eðli starfsins míns samkvæmt þá er ég mikið að skoða hvað er fremst í heimi tísku íþrótta- og útivistar. Svo fatastíllinn minn er oft innblásinn af því að para saman góðar tæknilegar flíkur við gallabuxur og strigaskó. Íþrótta- og útivistafatnaður þarf nefnilega alls ekki að vera lummó!“
Besta tískuráðið?
„You do you.“
Áttu þér einhverja kvenfyrirmynd?
„Mamma mín er mín helsta fyrirmynd. Hún er einstakur kvenskörungur sem hefur kennt mér svo margt. Móðir fjögurra stúlkna sem vill helst vera með borvél að brasa og hefur alltaf tíma til að sinna fjölskyldunni og vera til staðar. Svo er ég einstaklega heppin með systur – þær eru allar miklar fyrirmyndir.“
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera utan vinnutíma?
„Ég hef fjöldann allan af hobbíum og finnst almennt gaman að vera þar sem er gaman. Elska útiveru, skíði, fjallgöngur og nú síðast laxveiði sem er sport sem ég kynntist með manninum mínum. Þá æfi ég blak og er í Pilates svo það mætti segja að ég sé að tikka í ansi mörg miðaldrabox, en ég tek því fagnandi.“
Hvernig leggst veturinn í þig?
„Veturinn leggst ljómandi vel í mig. Jólavertíðin, skemmtilegasti tími ársins er að hefjast í vinnunni svo það er líf og fjör framundan og ég hlakka til að tækla verkefnin.“