13 börn létust í árás

Ísrael/Palestína | 10. nóvember 2024

13 börn létust í árás

Almannavarnir á Gasa greindu frá því að 30 einstaklingar, þar af 13 börn, hefðu verið drepnir í tveimur árásum Ísraelshers á byggingar í norðurhluta Gasasvæðisins í dag.

13 börn létust í árás

Ísrael/Palestína | 10. nóvember 2024

Frá Gasaborg.
Frá Gasaborg. AFP

Almannavarnir á Gasa greindu frá því að 30 einstaklingar, þar af 13 börn, hefðu verið drepnir í tveimur árásum Ísraelshers á byggingar í norðurhluta Gasasvæðisins í dag.

Almannavarnir á Gasa greindu frá því að 30 einstaklingar, þar af 13 börn, hefðu verið drepnir í tveimur árásum Ísraelshers á byggingar í norðurhluta Gasasvæðisins í dag.

Fyrri árásin hæfði hús í borginni Jabalia í morgun þar sem létust að minnsta kosti 25 og 30 til viðbótar særðust. Börnin 13 sem létust voru í húsinu.

Síðari árásin var gerð á hús í Sabra–hverfi í Gasaborg. Þar létust að minnsta kosti fimm manns og er enn nokkurra saknað.

Að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa hafa um 44 þúsund manns látið lífið í stríðinu sem hófst 7. október 2023 með hryðjuverkaárás Hamas.

Á föstudag fordæmdu Sameinuðu þjóðirnar fjölda almennra borgara sem hefur verið drepinn á Gasa.

mbl.is