Nýliðar Ipswich unnu óvæntan 2:1-sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Nýliðar Ipswich unnu óvæntan 2:1-sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Nýliðar Ipswich unnu óvæntan 2:1-sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Fyrsta mark leiksins skoraði Sammie Szmodics með hjólhestaspyrnu á 31. mínútu. Liam Delap skoraði annað mark Ipswich á 43. mínútu eftir klaufaskap í vörn Tottenham og gestirnir voru 2:0 yfir í hálfleik.
Á 49. mínútu var mark sem Dominik Solanke skoraði eftir hornspyrnu dæmt af eftir VAR-skoðun en Rodrigo Bentacur setti boltann löglega í markið 20 mínútum síðar.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.