Hótaði hryðjuverki og flutti til Íslands

Spursmál | 10. nóvember 2024

Hótaði hryðjuverki og flutti til Íslands

Á Íslandi dvelur maður sem tók virkan þátt í mótmælum á Gasasvæðinu þar sem hryðjuverkum var hótað. Þetta staðfestir myndefni sem birt hefur verið í Spursmálum.

Hótaði hryðjuverki og flutti til Íslands

Spursmál | 10. nóvember 2024

Á Íslandi dvelur maður sem tók virkan þátt í mótmælum á Gasasvæðinu þar sem hryðjuverkum var hótað. Þetta staðfestir myndefni sem birt hefur verið í Spursmálum.

Á Íslandi dvelur maður sem tók virkan þátt í mótmælum á Gasasvæðinu þar sem hryðjuverkum var hótað. Þetta staðfestir myndefni sem birt hefur verið í Spursmálum.

Málið var borið undir Bjarna Benediktsson í nýjasta þætti þeirra. Ljósmyndin sýnir mann að nafni Fouad al-Nawajah en hann dvelur nú hér á landi og var meðal annars viðmælandi Heimildarinnar í prentútgáfu miðilsins sem kom út um miðjan október.

Ljósmynd tekin 14. júní 2022

Ljósmynd sem Morgunblaðið hefur greint sýnir al-Nawajah þátttakanda í mótmælum í Khan Yunis-flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu þann 14. júní 2022.

Þar er hann í hópi manna sem heldur á stóru skilti og á því eru skilaboðin þau að „sprengingin sé yfirvofandi“. Rúmu ári eftir þessi mótmæli og orðsendinguna létu Hamas-samtökin til skarar skríða. Þau ráða lögum og lofum á Gasasvæðinu og höfðu árum saman undirbúið árásina miklu sem gerð var 7. október í fyrra þar sem nærri 1.200 manns féllu og 250 gíslar voru teknir höndum.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var gestur þáttarins þar sem þetta myndefni var sýnt fyrst og var það borið undir hann. Sem forsætisráðherra er hann einnig formaður þjóðaröryggisráðs.

Orðaskiptin um þetta mál og myndefnið má sjá í spilaranum hér að ofan. Samskiptin eru einnig rakin í textanum hér að neðan.

Mótmæli í Khan Yunis-flóttamannabúðunum 14. júní 2022. Þar er árás …
Mótmæli í Khan Yunis-flóttamannabúðunum 14. júní 2022. Þar er árás boðuð með orðunum „The explosion is imminent“. Rúmu ári síðar létu Hamas-samtökin til skarar skríða eftir margra ára undirbúning. 1.139 manns létust. Gríðarlegur fjöldi særðist og um 250 gíslar voru teknir og fluttir til Gasa. Ljósmynd/aðsend

Sprengingin er yfirvofandi

Mig langar til að varpa upp hérna mynd fyrir þig. Ég ræddi í síðustu viku um mann sem hefur tengsl við Islamic Jihad. Þetta er mynd sem er tekin 14. júní 2022 í Khan Yunis-flóttamannabúðunum. Þarna sést í mann sem heitir Fuad al Navaja, sá fjórði til vinstri. Hann er staddur hér á Íslandi og búinn að vera í rúmt ár. Þá var ár liðið frá því að hann tók þátt í þessum mótmælum. Neðst á myndinni sést hvað stendur á skiltinu, „The explosion is imminent“, og við vitum í dag hver vísunin þar var. Það var í voðaverkin og fjöldamorðin 7. október 2023. Þessi maður er hér í okkar boði eins og maðurinn með tengslin við Islamic Jihad. Þið hafið ekki nokkra einustu stjórn á landamærunum.

„Við höfum stjórn á landamærunum því við þekkjum hvern einasta sem kemur hingað inn.“

Á þessari mynd sem sýnir líkfylgd hryðjuverkaleiðtogans Bahaa Abu el-Atta …
Á þessari mynd sem sýnir líkfylgd hryðjuverkaleiðtogans Bahaa Abu el-Atta sem leiddi Islamic Jihad. Hann var felldur í loftárás í nóvember 2019. Á henni sést maður að nafni Abd al-Rahman al-Zaq sem nú er staddur hér á landi. Ljósmynd/Aðsend

Mikilvægar heimildir

Lögreglan hefur ekki vitneskju um þessa menn.

„Nei, en ég held að það sé rétt hjá þér hins vegar að lögreglan á landamærunum, ríkislögreglustjórinn með það tengslanet sem þau hafa, og landamæravarslan þurfa bæði að hafa samskiptin sín á milli þéttari, það lærði ég þegar ég fór upp á Keflavíkurflugvöll og settist niður með landamæralögreglunni og var að reyna að setja mig inn í þeirra áskoranir í þeirra vinnu. Þau hafa reyndar náð frábærum árangri.“

Brottvísanir margfaldast

Bjarni segir að mikið verk hafi verið unnið og árangur náðst.

„Við höfum verið að brottvísa margföldum fjölda á landamærunum í Keflavík miðað við fyrri ár. Ég held að við séum búin að nífalda brottvísanir þar. En hvernig menn geta síðan á endanum skoðað bakgrunn á bak við hverja einustu beiðni um hæli eða fjölskyldusameiningu. Það eru stórar áskoranir, það er alveg rétt hjá þér og lögreglan þarf að hafa heimildir. Og hvað gerðum við í vor, í gegnum helvíti hörð mótmæli í þinginu jukum við heimildir lögreglunnar til þess að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi vegna þess að við teljum mikilvægt að lögreglan hafi lagaheimildir til þess að fylgjast með fólki og hafi tæki og tól og við höfum verið að auka fjármagn til þess.“

Hver er formaður þjóðaröryggisráðs?

„Ég.“

Ertu í rónni með að fólk með þessi tengsl stiki göturnar mitt á meðal barnanna okkar.

Abd al-Rhaman al-Zaq og Fouad al-Nawajah eru þar til viðtals …
Abd al-Rhaman al-Zaq og Fouad al-Nawajah eru þar til viðtals en Morgunblaðið hefur nú birt ljósmyndir sem staðfesta tengsl þeirra við Islamic Jihad og mótmæli þar sem hryðjuverkum var hótað. Ljósmynd/Síðar úr Heimildinni

Taki upp slík mál í þjóðaröryggisráði

„Ég ætlast auðvitað til þess að ríkislögreglustjóri og aðrir þeir sem hafa aðgengi að þjóðaröryggisráði taki upp slík mál á þeim vettvangi þegar ástæða er til.“

Ég er hér með tvö dæmi. Ertu í rónni þegar þetta kemur upp, nú erum við einfaldlega fjölmiðill, við erum rannsóknarblaðamenn, ólíkt þeim sem halda því fram að þeir séu það, ertu í rónni með það þegar við sýnum fram á þessi tengsl og það viðhorf sem þetta fólk ber til meðal annars hryðjuverka eða hryðjuverkaleiðtoga?

„Ég held að ef það væri dómari hérna við borðið hjá okkur og þú værir hér að flytja mál um að þessi maður væri sekur um það sem þú ert að segja, hann myndi kannski segja að þessi ljósmynd væri vísbending en hún myndi ekki endilega duga til sakfellingar.“

Þannig að þú bíður bara eftir því að eitthvað gerist og þá grípur þú til aðgerða.

„Nei. Það sem ég var að segja er að við vorum að auka lagaheimildir til lögreglunnar. Til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Við erum búin að nífalda brottvísanir á landamærunum. Það var eitt mitt fyrsta verk að fara til Keflavíkur, setjast niður með lögreglunni þar ásamt dómsmálaráðherra og setja mig inn í þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á landamærunum. Við erum búin að loka fyrir fjölskyldusameiningar frá þessu svæði, sem voru opnar áður og of opnar,“ segir Bjarni.

Og hann bætir við:

„Við erum að ná árangri þannig að kostnaður við kerfið gæti nálgast tíu milljarða á þessu ári samanborið við síðasta ár. Við höfum verið talsmenn þess á þinginu að lögreglan þurfi að hafa þessar heimildir, að við séum í alþjóðasamstarfi og við þurfum að herða landamærin. Þannig að ef þú vilt hitta formann sem talar fyrir strangari landamærum þá ertu með hann hér fyrir framan þig.“

Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum í Spursmálum.
Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum í Spursmálum. mbl.is/María Matthíasdóttir

Vísbendingar í besta falli

Já, ég skal tala um hann en ég er með formann þjóðaröryggisráðsins fyrir framan mig.

„Þú getur bent mér á einstaka andlit sem vísbendingar eru um að hafi tengsl við hryðjuverkasamtök, þá ætlast ég til þess, ég mun ekki gera það í minni vinnu, en ég ætlast til þess að viðkomandi yfirvöld á Íslandi, ríkislögreglustjóri geri það.“

Lögreglan hafði ekki þessi gögn undir höndum.

„Og hvað biður lögreglan um. Lögreglan biður um heimildir því við erum líka alltaf að fást við persónuvernd.“

Viðtalið við Bjarna Benediktsson má sjá og heyra í heild sinni hér.

mbl.is