Litríkar og fallegar Regnbogabollakökur sem Lára og Ljónsi elska

Uppskriftir | 10. nóvember 2024

Litríkar og fallegar Regnbogabollakökur sem Lára og Ljónsi elska

Systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal gáfu út saman uppskriftabókina Bakað með Láru og Ljónsa á dögunum. Í bókinni eru fjölmargar uppskriftir sem henta krökkum á öllum aldri, allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur í bakstri upp í flóknari veislutertur sem fyrir þá sem vilja reyna á sig og takast á við áskoranir.

Litríkar og fallegar Regnbogabollakökur sem Lára og Ljónsi elska

Uppskriftir | 10. nóvember 2024

Regnbogabollakökurnar eru gullfallegar og eiga systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal …
Regnbogabollakökurnar eru gullfallegar og eiga systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal heiðurinn af þessari dýrð. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Syst­urn­ar Birgitta og Sylvía Hauk­dal gáfu út sam­an upp­skrifta­bók­ina Bakað með Láru og Ljónsa á dög­un­um. Í bók­inni eru fjöl­marg­ar upp­skrift­ir sem henta krökk­um á öll­um aldri, allt frá ein­föld­um upp­skrift­um fyr­ir byrj­end­ur í bakstri upp í flókn­ari veislu­tert­ur sem fyr­ir þá sem vilja reyna á sig og tak­ast á við áskor­an­ir.

Syst­urn­ar Birgitta og Sylvía Hauk­dal gáfu út sam­an upp­skrifta­bók­ina Bakað með Láru og Ljónsa á dög­un­um. Í bók­inni eru fjöl­marg­ar upp­skrift­ir sem henta krökk­um á öll­um aldri, allt frá ein­föld­um upp­skrift­um fyr­ir byrj­end­ur í bakstri upp í flókn­ari veislu­tert­ur sem fyr­ir þá sem vilja reyna á sig og tak­ast á við áskor­an­ir.

Nýja matreiðslubókinni Bakað með Láru og Ljónsa hentar krökkum á …
Nýja mat­reiðslu­bók­inni Bakað með Láru og Ljónsa hent­ar krökk­um á öll­um aldri. Syst­urn­ar frá á kost­um í þess­ari bók­um ásamt Láru og Ljónsa. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

Þess­ar dá­sam­legu bolla­kök­ur sem bera heitið Regn­boga­bolla­kök­ur eru til­vald­ar fyr­ir fjöl­skyld­ur að gera sam­an og spreyta sig á þegar kem­ur að því að skreyta með smjörkremi. Birgitta og Sylvía skemmtu sér kon­ung­lega sam­an við gerð þess­ara og léku við hvern sinn fing­ur þegar kom að því að skreyta. Lára og Ljónsi fengu að vera með og nutu sín í botn. 

Regn­boga­bolla­kök­ur

Þegar baka skal þess­ar Regn­boga­bolla­kök­ur er gott að hafa eft­ir­far­andi hluti úr eld­hús­inu við hend­ina:

  • Hræri­vél
  • Sigti
  • Tvær skál­ar
  • Sleif
  • Bolla­köku­form
  • Grillp­inni
  • Sprautu­poki
  • Stjörnu­stút­ur

Bolla­kök­urn­ar

  • 225 g smjör, við stofu­hita
  • 400 g syk­ur
  • 200 ml eggja­hvít­ur, við stofu­hita 
  • 350 g hveiti
  • 2 ½ tsk. lyfti­duft
  • ½ tsk. salt 
  • 300 ml súr­mjólk
  • 60 ml matarol­ía
  • 1 msk. vanillu­drop­ar
  • Smjörkrem, sjá upp­skrift fyr­ir neðan
  • Þrír ólík­ir mat­ar­lit­ir eða eins og þið viljið nota
  • Köku­skraut að eig­in vali 

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um, 175°C með blæstri.
  2. Setjið smjör og syk­ur sam­an í hræri­vél­ar­skál og þeytið þar til bland­an verður ljós og létt. Hellið eggja­hvít­un­um ró­lega sam­an við, litlu í einu.
  3. Sigtið hveitið og setjið í skál ásamt lyfti­dufti og salti. Það eru þur­refn­in.
  4. Blandið sam­an í aðra skál súr­mjólk, olíu og vanillu­drop­um. Það eru blautefn­in.
  5. Hrærið ⅓ af þur­refn­un­um sam­an við blönd­una í hræri­vél­ar­skál­inni.
  6. Bætið síðan helm­ingn­um af blautefn­un­um sam­an við og hrærið.
  7. Setjið næst ⅓ af þur­refn­un­um sam­an við og hrærið.
  8. Blandið síðan hinum helm­ingn­um af blautefn­un­um sam­an við.
  9. Að lok­um fer síðasti ⅓ af þur­refn­un­um sam­an við. Var­ist að hræra deigið of mikið en samt nóg til þess að það komi sam­an.
  10. Skiptið deig­inu í þrjá hluta og blandið hvern þeirra með mat­ar­lit í því magni sem umbúðirn­ar segja til um. Lára og Ljónsi völdu fjólu­blá­an, bleik­an og blá­an.
  11. Setjið næst 1 msk. af hverju deigi í hvert bolla­köku­form, 3 msk. alls.
  12. Bakið við 175°C í 18–20 mín­út­ur eða þar til pinni sem stungið er í miðja köku kem­ur hreinn upp úr.
  13. Meðan bolla­kök­urn­ar eru að kólna er gott að gera smjörkremið (sjá upp­skrift fyr­ir neðan).
  14. Sprautið smjörkremi ofan á með stjörnu­stút (til dæm­is stút 2D) og skreytið með lit­ríku köku­skrauti.

Smjörkrem

  • 600 g smjör við stofu­hita
  • 600 g flór­syk­ur
  • 150 ml mjólk/​rjómi
  • 1 ½ tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið vel og lengi þar til það verður létt og ljóst.
  2. Bæti við flór­sykri og vanillu­drop­um út í og haldið áfram að þeyta.
  3. Að lok­um er mjólk­inni eða rjóma bætt út í og þeytt í smá­stund í viðbót.
  4. Litið síðan kremið með þeim mat­ar­lit sem þið viljið.
mbl.is