Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gaf grænt ljós á símboðaárásina sem gerð var á hin herskáu Hisbollah-samtök í Líbanon í september, þegar hundruð símboða sprungu skyndilega víða um landið.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gaf grænt ljós á símboðaárásina sem gerð var á hin herskáu Hisbollah-samtök í Líbanon í september, þegar hundruð símboða sprungu skyndilega víða um landið.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gaf grænt ljós á símboðaárásina sem gerð var á hin herskáu Hisbollah-samtök í Líbanon í september, þegar hundruð símboða sprungu skyndilega víða um landið.
Hinn 17. september sprungu þúsundir símboða í eigu Hisbollah-liða á sama tíma og vöknuðu grunsemdir strax um að um skipulagða árás væri að ræða.
Tæplega 40 manns létust, m.a. tíu ára stúlka, og 3.000 særðust.
Hisbollah-samtökin, sem njóta stuðnings Írana, sökuðu Ísraelsmenn tafarlaust um verknaðinn en Ísrael hefur ekki viðurkennt að hafa átt aðild að aðgerðinni þar til nú. Næsta dag sprungu síðan talstöðvar Hisbollah-liða einnig.
„Netanjahú staðfesti á sunnudag [í dag] að hann hefði gefið grænt ljós á símboðaárásina í Líbanon,“ segir Omer Dostri, talsmaður ráðherrans, í dag.
Árásin markaði upphaf enn frekari stigmögnunar á átökunum milli Hisbollah og Ísraels, og lagði aðgerðin grunn fyrir landhernað Ísraelsmanna í suður Líbanon.
Í rúmt ár hefur Hisbollah staðið í minni háttar hernaðaraðgerðum gegn Ísrael frá því að átökin á Gasaströndinni brutust út. Síðan þá hafa þó átökin stigmagnast.
Að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa hafa um 44 þúsund manns látið lífið í stríðinu sem hófst 7. október 2023 með hryðjuverkaárás Hamas, sem hnepptu þar 250 manns í gíslingu og drápu um 1.200 manns.