Dönskum gámaskipum frá flutningafyrirtækinu Maersk verður meinað að landa í spænsku höfninni Algciras þar sem þarlend stjórnvöld segja að til standi að bera vopn til Ísraels. Forsvarsmenn Maersk hafna því að til standi að flytja vopn með skipunum.
Dönskum gámaskipum frá flutningafyrirtækinu Maersk verður meinað að landa í spænsku höfninni Algciras þar sem þarlend stjórnvöld segja að til standi að bera vopn til Ísraels. Forsvarsmenn Maersk hafna því að til standi að flytja vopn með skipunum.
Dönskum gámaskipum frá flutningafyrirtækinu Maersk verður meinað að landa í spænsku höfninni Algciras þar sem þarlend stjórnvöld segja að til standi að bera vopn til Ísraels. Forsvarsmenn Maersk hafna því að til standi að flytja vopn með skipunum.
Fyrirhugað var að skipin myndu koma við á Spáni síðar í mánuðinum en stjórnvöld á Spáni lögðust gegn því. Spánverjar hafa lagt að öðrum þjóðum að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.
Í yfirlýsingu frá Maersk segjast forsvarsmenn fyrirtækisins ekki flytja vopn eða skotfæri í skipum á vegum fyrirtækisins þó gefið sé í skyn að hergögn hafi á stundum verið flutt með löglegum hætti.
Spænsk stjórnvöld hafa verið hvað háværust Evrópuþjóða hvað varðar gagnrýni á framferði Ísraelsmanna a Gasasvæðinu.