Simla – orð sem nánast glataðist

Dagmál | 11. nóvember 2024

Simla – orð sem nánast glataðist

Orðið simla er hið norræna orð yfir hreinkýr eða kvenkyns hreindýr. Eftir því sem næst verður komist er í öllum löndum þar sem hreindýr eiga heimkynni sín, talað um simlu en ekki hreindýrs– kýr eða beljur.

Simla – orð sem nánast glataðist

Dagmál | 11. nóvember 2024

Orðið simla er hið norræna orð yfir hreinkýr eða kvenkyns hreindýr. Eftir því sem næst verður komist er í öllum löndum þar sem hreindýr eiga heimkynni sín, talað um simlu en ekki hreindýrs– kýr eða beljur.

Orðið simla er hið norræna orð yfir hreinkýr eða kvenkyns hreindýr. Eftir því sem næst verður komist er í öllum löndum þar sem hreindýr eiga heimkynni sín, talað um simlu en ekki hreindýrs– kýr eða beljur.

Gestur Dagmála í dag er Sigurður Aðalsteinsson hreindýraleiðsögumaður sem þekkir vel til hreindýra. Hann talar nú orðið aldrei um annað en simlu þegar hann ræðir hreinkýr. Simlur og tarfa. Hann er með skýringu á reiðum höndum. „Norrænir menn flytja hingað í kringum árið þúsund. En svo eru hreindýrin flutt inn 1770 fyrst og þá er þetta orð tapað úr málinu. Þá situr bara hér bændaþjóð sem kunni ekkert nema bara beljur og tarfa,“ upplýsir Sigurður.

Þegar orðið simla er slegið inn í leitarvélar eru niðurstöðurnar fáar. Þó er orðið að finna í orðsifjabók Árnastofnunar á netinu og er þar talað um að merkingin sé hreinkýr og líklegast sé um að ræða tökuorð úr norsku frá því á átjándu öld. Jafnframt er bent á að það kunni að hafa komið inn í málið er hreindýr voru flutt til landsins seint á 18. öld.

Umhverfisstofnun sem heldur utan um veiðar á hreindýrum notar orðið kýr þegar fjallað eru um hreindýr. Áhugavert er að sjá að Fjölskyldu– og húsdýragarðurinn notar orðið simla. Þannig segir í lýsingu á fjölskyldugerð hreindýra að þar séu tarfur, simla og kálfur.

„Vilja ekkert af praktískum hlutum vita“

Aðspurður hvort stjórnsýslan sem sjái um hreindýr og veiðar á þeim hafi tekið þetta orð upp svarar Sigurður. „Þeir vilja ekkert af þessu vita. Enda vilja þeir aldrei neitt af praktískum hlutum vita.“

Sigurður ræðir ýmislegt er viðkemur hreindýrum í þættinum. Með fréttinni fylgir brot úr viðtalinu þar sem orðið simla er til umræðu. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is