Klippa úr bandaríska spurningaþættinum Wheel of Fortune í umsjón sjónvarpsmannsins sívinsæla Ryan Seacrest fór á flug á samfélagsmiðlum í gærdag, skömmu eftir að þátturinn var sýndur.
Klippa úr bandaríska spurningaþættinum Wheel of Fortune í umsjón sjónvarpsmannsins sívinsæla Ryan Seacrest fór á flug á samfélagsmiðlum í gærdag, skömmu eftir að þátturinn var sýndur.
Klippa úr bandaríska spurningaþættinum Wheel of Fortune í umsjón sjónvarpsmannsins sívinsæla Ryan Seacrest fór á flug á samfélagsmiðlum í gærdag, skömmu eftir að þátturinn var sýndur.
Þátttakandi að nafni Will Jordan gerði allt vitlaust með óvæntu svari sínu og eru netverjar margir hverjir sammála um að svar hans sé það lélegasta í sögu þáttarins sem hefur verið á skjánum í ríflega 40 ár.
Í hverjum þætti keppa þrír einstaklingar, en leikurinn samanstendur af orðagátum sem keppendur skiptast á að leysa, ekki ólíkt leiknum Hengimann þar sem fylla þarf í eyðurnar með einum bókstaf í einu.
Jordan var meðal keppenda í þættinum á mánudag og fékk áhorfendur til að brosa og skella upp úr með sérkennilegu svari sínu, en hann giskaði á að rétt svar væri: „Treat Yourself A Round Of Sausage“, en rétt svar reyndist vera: „Give Yourself A Round of Applause“.
Netverjar geta margir hverjir ómögulega skilið hvernig Jordan komst að þessari niðurstöðu, en í viðtali að þættinum loknum sagði hann stressið hafa yfirtekið sig.