Tvær vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust í níu skólum víða um land. Í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla.
Tvær vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust í níu skólum víða um land. Í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla.
Tvær vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust í níu skólum víða um land. Í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla.
Á þeim tíma virðist lítið hafa þokast í viðræðum í kjaradeilu Kennarasambands Íslands (KÍ) og ríkis og sveitarfélaga. Formlegur samningafundur hefur ekki átt sér stað á milli deiluaðila í tíu daga, en ríkissáttasemjari hefur þó rætt við forsvarsmenn þeirra.
Í samtali við mbl.is í gær sagðist Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hafa rætt við deiluaðila í gær og hann myndi gera það aftur í dag.
„Það er verið að vinna svona einhverja heimavinnu og leita einhverra lausna en það liggur engin ákvörðun fyrir um hvenær verður boðað til fundar,“ sagði Ástráður.
Verkfallsaðgerðir í leikskólum eru ótímabundnar og má gera ráð fyrir að þær standi yfir þar til samningar nást. Um er að ræða leikskólana Ársali á Sauðárkróki, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarstein í Vesturbæ Reykjavíkur og leikskóla Seltjarnarness.
Verkföll í öðrum skólum eru tímabundin. Í grunnskólunum Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugarlækjaskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri standa verkfallsaðgerðir til 22. nóvember næstkomandi.
Í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi og Tónlistarskóla Ísafjarðar standa verkföll til 20. desember.
Þann 18. nóvember hefst verkfall kennara í Menntaskólanum í Reykjavík og stendur til 20. desember. Til stóð að hefja verkfallsaðgerðir 11. nóvember, en þeim varð að fresta því endurtaka þurfti atkvæðagreiðslu um verkfall þar sem fórst fyrir að boða það með réttum hætti.
Þann 25. nóvember hefjast svo verkföll í Árbæjarskóla í Reykjavík, Garðaskóla í Garðabæ og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Standa þau til 20. desember.
Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, útilokar ekki að gripið verði til verkfallsaðgerða í fleiri skólum, náist samningar ekki á næstunni. Kennarar í fleiri skólum hafi lýst sig tilbúna til að taka þátt í aðgerðunum, en það verði metið hvort þörf verði á því.