Dómarinn í sakamáli Donalds Trumps í New York hefur frestað ákvörðun sinni til 19. nóvember, um hvort snúa eigi við sakfellingu verðandi forsetans.
Dómarinn í sakamáli Donalds Trumps í New York hefur frestað ákvörðun sinni til 19. nóvember, um hvort snúa eigi við sakfellingu verðandi forsetans.
Dómarinn í sakamáli Donalds Trumps í New York hefur frestað ákvörðun sinni til 19. nóvember, um hvort snúa eigi við sakfellingu verðandi forsetans.
Í tölvupósti til aðila máls segir dómarinn að fallist sé á sameiginlega umsókn um að ákvörðuninni verði frestað, fram til 19. nóvember.
Málið varðar fölsuð viðskiptaskjöl og greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Trump var sakfelldur í maí og var það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið sakfelldur.
Dómarinn Juan Merchan ætlaði að úrskurða í dag hvort vísa ætti málinu frá vegna dóms Hæstaréttar um friðhelgi fyrrverandi forseta.
Samkvæmt dagskrá á að kveða upp dóminn sjálfan 26. nóvember. Lögfræðiteymi Trumps hefur tekist að fresta uppkvaðningunni tvisvar.
Ef dómarinn neitar að vísa málinu frá gæti Trump loks frestað dómsuppkvaðningu með því að áfrýja ákvörðuninni.
Trump hefur þegar óskað eftir að málið fari fyrir alríkisdómstól.
Ólíkt málunum sem eru höfðuð hjá alríkisdómstólum, þar sem Trump gæti fræðilega séð náðað sjálfan sig, mun mál dómstólsins á Manhattan líklega ekki falla undir dóm Hæstaréttar, jafnvel þó Trump nái að flytja málið yfir til alríkisdómstóls.