„Halva“ hafra- og frægrautur Jönu með eplabitum

Uppskriftir | 12. nóvember 2024

„Halva“ hafra- og frægrautur Jönu með eplabitum

Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi, alla jafna kölluð Jana, elskar fátt meira en að bjóða upp á holla og góða rétti. Þessi er nýjasta uppáhaldið hennar, „Halva“, miðausturlenskur eftirréttur sem er aðallega gerður úr tahini, sem er sesammauk, og sætu. Hann er líka góður sem morgunverður eða hádegisverður. Í réttinum er hunang, hafrar og chiafræ. Rétturinn er borinn fram með eplabitum Jana segir að hann sé ómótstæðilega góður og vel saman settur af trefjum, hollri og góðri fitu sem nærir líkama og sál.

„Halva“ hafra- og frægrautur Jönu með eplabitum

Uppskriftir | 12. nóvember 2024

Miðausturlensku eftirréttur úr smiðju Jönu heilsumarkþjálfa.
Miðausturlensku eftirréttur úr smiðju Jönu heilsumarkþjálfa. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi, alla jafna kölluð Jana, elskar fátt meira en að bjóða upp á holla og góða rétti. Þessi er nýjasta uppáhaldið hennar, „Halva“, miðausturlenskur eftirréttur sem er aðallega gerður úr tahini, sem er sesammauk, og sætu. Hann er líka góður sem morgunverður eða hádegisverður. Í réttinum er hunang, hafrar og chiafræ. Rétturinn er borinn fram með eplabitum Jana segir að hann sé ómótstæðilega góður og vel saman settur af trefjum, hollri og góðri fitu sem nærir líkama og sál.

Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi, alla jafna kölluð Jana, elskar fátt meira en að bjóða upp á holla og góða rétti. Þessi er nýjasta uppáhaldið hennar, „Halva“, miðausturlenskur eftirréttur sem er aðallega gerður úr tahini, sem er sesammauk, og sætu. Hann er líka góður sem morgunverður eða hádegisverður. Í réttinum er hunang, hafrar og chiafræ. Rétturinn er borinn fram með eplabitum Jana segir að hann sé ómótstæðilega góður og vel saman settur af trefjum, hollri og góðri fitu sem nærir líkama og sál.

Hollustan út í eitt.
Hollustan út í eitt. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Halva“ hafra- og frægrautur með eplabitum

Fyrir 2

  • 1 bolli haframjöl
  • 2 msk. tahini
  • 2 msk. fljótandi sæta eins og akasíuhunang eða annað hunang
  • 2 msk. chiafræ
  • 2 msk. hampfræ 
  • 2 bollar jurtamjólk
  • ½ epli, skorið í litla bita 

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í og leyfið suðunni að koma hægt og rólega upp.
  2. Hrærið í grautnum á meðan. 
  3. Skiptið síðan grautnum í tvær skálar og toppið með auka eplabitum og tahini eftir smekk og berið fram.
mbl.is