Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.
Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.
Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Fram kemur að Ísold hafi mikla reynslu af sölumálum og markaðssetningu á upplýsingatæknilausnum. Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði og MS-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá OK síðan 2019 þar sem hún hóf feril sinn sem sölustjóri.
„Við erum afar ánægð með að fá Ísold til að taka við stöðu markaðsstjóra hjá OK. Hún hefur sýnt mikla hæfni og þekkingu í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu og hefur verið lykilaðili í að byggja upp og styrkja vörumerkið okkar og styðja við sölustarfið okkar. Með reynslu hennar og metnaði erum við sannfærð um að hún muni leiða markaðsstarfið af festu og árangri,“ er haft eftir Gunnari Zoëga, forstjóra OK í tilkynningunni.