Leikstjóri Squid Game, hinn kóreski Hwang Dong-hyuk, þekkir vinnuálag vel en hann segist hafa misst nokkrar tennur út af stressi við tökur þáttanna. Fyrsta serían sló í gegn um allan heim og er von á annarri seríu þáttanna síðar í desember á þessu ári.
Leikstjóri Squid Game, hinn kóreski Hwang Dong-hyuk, þekkir vinnuálag vel en hann segist hafa misst nokkrar tennur út af stressi við tökur þáttanna. Fyrsta serían sló í gegn um allan heim og er von á annarri seríu þáttanna síðar í desember á þessu ári.
Leikstjóri Squid Game, hinn kóreski Hwang Dong-hyuk, þekkir vinnuálag vel en hann segist hafa misst nokkrar tennur út af stressi við tökur þáttanna. Fyrsta serían sló í gegn um allan heim og er von á annarri seríu þáttanna síðar í desember á þessu ári.
Dong-hyuk sagði í viðtali við BBC að hann hefði misst um átta til níu tennur. Þegar hann var spurður að því af hverju hann ákvað að taka þátt í gerð annarrar seríu þá sagði hann það vera vegna peninganna. Þá sagðist hann ekki hafa fengið „það mikið greitt“ þrátt fyrir vinsældir þáttanna.
Álagið við gerð annarrar seríu sagði hann vera miklu meira.