Vill aukna ábyrgð Evrópu í varnarmálum

Úkraína | 12. nóvember 2024

Vill aukna ábyrgð Evrópu í varnarmálum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur endurtekið ákall sitt um að Evrópa taki á sig aukna ábyrgð þegar kemur að eigin varnarmálum.

Vill aukna ábyrgð Evrópu í varnarmálum

Úkraína | 12. nóvember 2024

Emmanuel Macron (til vinstri) ásamt Mark Rutte í París.
Emmanuel Macron (til vinstri) ásamt Mark Rutte í París. AFP/Ludovic Marin

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur endurtekið ákall sitt um að Evrópa taki á sig aukna ábyrgð þegar kemur að eigin varnarmálum.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur endurtekið ákall sitt um að Evrópa taki á sig aukna ábyrgð þegar kemur að eigin varnarmálum.

Hann segir álfuna hafa „í of langan tíma forðast að axla ábyrgðina á eigin öryggi“ og er ánægður með að aðrar þjóðir hafi tekið vel í langvarandi ákall hans um að fjárfesta í sameiningu meira í varnarmálum.

Forsetinn greindi frá þessu er hann stóð við hlið Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem var í opinberri heimsókn í París.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið í efa ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að verja samherja NATO. Einnig hefur hann talað um að draga úr stuðningi við Úkraínu eða að ná samningi við Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu.

mbl.is