Ágúst reynir oftast að borða á Alþingi

Matarvenjur | 13. nóvember 2024

Ágúst reynir oftast að borða á Alþingi

Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnfirðingur með meiru ljóstrar upp matarvenjum sínum fyrir lesendum að þessu sinni. Hann er kominn á fullt í kosningabaráttu með Framsóknarflokknum en hann er líka kominn í jólaskap. Aðventan er honum hugleikinn enda segir hann bæjarfélagið sitt kunna að búa til aðventunstemningu og vera góð fyrirmynd fyrir bæjarbúa þegar kemur að því að skreyta.

Ágúst reynir oftast að borða á Alþingi

Matarvenjur | 13. nóvember 2024

Ágúst Bjarni Garðarsson matgæðingur með meiru ljóstrar upp matarvenjum sínum …
Ágúst Bjarni Garðarsson matgæðingur með meiru ljóstrar upp matarvenjum sínum að þessu sinni. mbl.is/Karítas

Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnfirðingur með meiru ljóstrar upp matarvenjum sínum fyrir lesendum að þessu sinni. Hann er kominn á fullt í kosningabaráttu með Framsóknarflokknum en hann er líka kominn í jólaskap. Aðventan er honum hugleikinn enda segir hann bæjarfélagið sitt kunna að búa til aðventunstemningu og vera góð fyrirmynd fyrir bæjarbúa þegar kemur að því að skreyta.

Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnfirðingur með meiru ljóstrar upp matarvenjum sínum fyrir lesendum að þessu sinni. Hann er kominn á fullt í kosningabaráttu með Framsóknarflokknum en hann er líka kominn í jólaskap. Aðventan er honum hugleikinn enda segir hann bæjarfélagið sitt kunna að búa til aðventunstemningu og vera góð fyrirmynd fyrir bæjarbúa þegar kemur að því að skreyta.

„Ég er þingmaður Framsóknar og hef verið það frá árinu 2021 en þar áður var ég bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Ég er giftur Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur kennara og saman eigum við tvo drengi. Við erum bæði uppaldir Hafnfirðingar og þar líður okkur fjölskyldunni best,“ segir Ágúst með bros á vör.

Hafnarfjörður lifnar við með Jólaþorpinu

„Hér er allt sem við þurfum og sérstaklega núna þegar líður að jólum og jólabærinn Hafnarfjörður lifnar við með Jólaþorpinu, Hjartasvellinu, upplýstu Hellisgerði, veitingastöðunum og auðvitað menningarhúsunum sem eru stútfull af dagskrá næstu vikurnar líkt og er í raun allt árið. Ég vil því hvetja alla sem þetta lesa til að koma í jólabæinn og drekkja í sig jólaandann því eins og ég segi, þá er hér í mínum góða heimabæ nóg um að vera fyrir alla aldurshópa á aðventunni,“ segir Ágúst ennfremur og bætir við að jólailmurinn sé lokkandi í Jólaþorpinu af jólakræsingum og góðgæti.

Ágúst býr í Hafnarfirði og segir að þar ríki jólandinn …
Ágúst býr í Hafnarfirði og segir að þar ríki jólandinn og ilmurinn af jólakræsingunum lokki fólk í Jólaþorpið. mbl.is/Karítas

Borðar sjaldnast morgunverð

Ágúst leyfir hér lesendum að kynnast matarvenjum sínum.

Hvað færðu þér í morgunmat? 

„Ég borða mjög sjaldan morgunmat, en það á kannski helst til að gerast þegar einhver fjölskyldumeðlimurinn á afmæli og við setjumst niður saman. Þá er það hlaðborð að hætti konunnar.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst? 

„Ég á það til að detta í snarlið á kvöldin og þá er betra að það séu til vínber eða eitthvað slíkt. Síðan er það poppið og saltstangir sem geta horfið.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð? 

„Ég borða alltaf hádegismat og það finnst mér alveg nauðsynlegt þar sem ég borða ekki morgunmat. Það er afskaplega vel séð um okkur á Alþingi og ég reyni oftast að borða þar.“ 

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? 

„Við eigum alltaf til mjólk, skyr, ávexti og eitthvað létt til að grípa þegar svangir gaurar koma heim úr skóla og af æfingum.“

Grillaðir piri piri kjúklingavængir og kaldur bjór til hliðar 

Uppáhaldsgrillmaturinn þinn? 

„Ég á í raun mjög erfitt að gera upp á milli því ég grilla allt árið þegar veður leyfir. Við erum mjög dugleg að grilla fisk, kjúkling og svo pítsur sem við gerum frá grunni um helgar. Meira spari er það kannski lamb og naut, en persónulega er ég mest hrifinn af grilluðum piri piri kjúklingavængjum með grilluðum tómötum, frönskum og köldum bjór til hliðar. Það eru líklega ekki allir í fjölskyldunni sem taka undir þetta val mitt.“ 

Hvað viltu á pítsuna þína?

„Ég vil helst hafa pepperóní, lauk, skinku, grænar ólífur og chiliflögur. Annars tek ég við öllu.“

Færð þú þér pylsu með öllu? 

„Nei, en næstum því. Ég sleppi remúlaðinu.“ 

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

„Mér hefur alltaf þótt Gandhi vera góður, en svo er auðvitað fjöldi staða hér í Hafnarfirði sem mér finnst erfitt að gera upp á milli. Fiskurinn á Tilverunni er samt eitthvað sem allir verða að prófa.“

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja, sem er á „bucketlistanum“?

„Nei, í sjálfu sér ekki, þeir eru valdir með hefðbundnu gúggli þegar ferðir eru farnar.“

Allt gott sem mamma gerir

Uppáhaldskokkurinn þinn? 

„Mamma. Það er allt gott sem mamma gerir. Best er þó kjötsúpan hennar sem amma gerði alltaf.“

Uppáhaldsdrykkurinn þinn?

„Eitthvað gott Pinot Noir eða ískalt gos.“

Ertu góður kokkur?

„Ég held að ég sé alveg svona þokkalegur. Mér finnst mjög gaman í eldhúsinu og elda oftast þegar ég er heima. Það er ákveðin ró og friður sem fylgir því að stússast í matargerð og hvíla hausinn aðeins frá því sem við erum að takast á við yfir daginn. Í mínum huga eru það bestu stundirnar þegar við náum að setjast öll saman niður og borða saman kvöldmat og fara yfir daginn. Strákarnir eru matmenn eins og pabbi sinn og það er alveg einstaklega gaman að gefa þeim að borða.“

mbl.is