Binda vonir við að Trump endi stríðið

Úkraína | 13. nóvember 2024

Binda vonir við að Trump endi stríðið

Margeir Pétursson, bankamaður og stórmeistari í skák, kveðst bjartsýnn á efnahagslega endurreisn Úkraínu þegar stríðinu lýkur.

Binda vonir við að Trump endi stríðið

Úkraína | 13. nóvember 2024

Margeir Pétursson, bankamaður og stórmeistari í skák.
Margeir Pétursson, bankamaður og stórmeistari í skák. mbl.is/Karítas

Margeir Pétursson, bankamaður og stórmeistari í skák, kveðst bjartsýnn á efnahagslega endurreisn Úkraínu þegar stríðinu lýkur.

Margeir Pétursson, bankamaður og stórmeistari í skák, kveðst bjartsýnn á efnahagslega endurreisn Úkraínu þegar stríðinu lýkur.

Bankinn sem hann starfar hjá, Bank Lviv í samnefndri borg, hafi vaxið hratt í ár með stuðningi erlendra sjóða.

Bandaríkjastjórn hefur verið helsti bakhjarl Úkraínu í stríðinu við Rússa en í febrúar verða þrjú ár liðin frá upphafi stríðsins. Með því styttist í að stríðið hafi staðið yfir jafn lengi og Kóreustríðið 1950-1953 og er eyðileggingin og mannfallið eftir því mikið.

Gæti þvingað Pútín að borðinu

Donald Trump hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna en hann hefur ítrekað gefið til kynna að hann myndi sem forseti ljúka Úkraínustríðinu með samningum.

Spurður hvort Úkraínumenn taki Trump trúanlegan segir Margeir að margir þeirra sjái tækifæri í stöðunni.

„Ég varð var við það fyrr á þessu ári að málsmetandi mönnum sem ég ræddi við leist alls ekki illa á að Trump myndi sigra. Hann hefur hamrað á því að stríðið yrði að hætta svo fólk hætti að deyja og limlestast. Pútín hefur ekki viljað semja en Trump gæti þvingað hann að borðinu,“ segir Margeir.

Víglínan fryst og samið

„Það er ekkert leyndarmál að úkraínska þjóðin er orðin stríðsþreytt þótt baráttuþrekið sé vissulega fyrir hendi,“ bætir hann við.

„Ég held að fólk bindi ákveðnar vonir við að þetta muni taka endi núna með einhverjum hætti, t.d. að víglínan verði fryst og síðan yrði samið út frá því. Rússnesk stjórnvöld verða samt að gjalda fyrir sína svívirðilegu framgöngu og stríðsglæpi.“

Rætt er við Margeir í blaðinu í dag um Bank Lviv, uppbyggingu í vesturhluta Úkraínu og stríðið.

Viðtalið má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum sem kom út í dag.

mbl.is