Blokkaríbúð í Kópavogi seld á 270 milljónir

Heimili | 13. nóvember 2024

Blokkaríbúð í Kópavogi seld á 270 milljónir

Við Naustavör 66 er verið að reisa lúxusblokk alveg við sjóinn. Mikil útlandastemning ríkir þarna við Fossvoginn en í hverfinu eru bátabryggjur og baðlón og stutt í alla þjónustu og líka út á stofnbrautir fyrir þá sem eru ekki að bíða eftir Borgarlínunni.

Blokkaríbúð í Kópavogi seld á 270 milljónir

Heimili | 13. nóvember 2024

Lúxusblokkin við Naustavör 66 í Kópavogi er fallega hönnuð.
Lúxusblokkin við Naustavör 66 í Kópavogi er fallega hönnuð.

Við Naustavör 66 er verið að reisa lúxusblokk alveg við sjóinn. Mikil útlandastemning ríkir þarna við Fossvoginn en í hverfinu eru bátabryggjur og baðlón og stutt í alla þjónustu og líka út á stofnbrautir fyrir þá sem eru ekki að bíða eftir Borgarlínunni.

Við Naustavör 66 er verið að reisa lúxusblokk alveg við sjóinn. Mikil útlandastemning ríkir þarna við Fossvoginn en í hverfinu eru bátabryggjur og baðlón og stutt í alla þjónustu og líka út á stofnbrautir fyrir þá sem eru ekki að bíða eftir Borgarlínunni.

Í lúxusblokkinni við Naustavör 66 eru 11 íbúðir og eru nokkrar til sölu á fasteignavef mbl.is. Það vekur athygli að báðar penthouse-íbúðirnar í húsinu, báðar efstu hæðirnar, eru seldar. 

Sú dýrari var seld á 270.000.000 kr. Íbúðin er 199,2 fm að stærð og afhendist með innréttingum en þó án gólfefna nema á votrýmum. Kaupendur íbúðarinnar eru Ásgeir H Þorvarðarson og Geirþrúður Sólveig Hrafnsdóttir. Þau festu kaup á íbúðinni 24. september og verður íbúðin afhent í mars en lúxusblokkin er enn þá í byggingu. Íbúðina keyptu þau af byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. 

Gunnar Páll Kristinsson arkitekt hjá Rými teiknaði blokkina.

Hin penthouse-íbúðin er 172,1 fm að stærð og var hún seld á 184.900.000 kr. Kaupendur eru Jónas Jónasson og Alda Harðardóttir. 

Á fasteignavef mbl.is má sjá hinar íbúðirnar sem eru óseldar: Naustavör 66

mbl.is