„Ég vil frekar deyja“

Poppkúltúr | 13. nóvember 2024

„Ég vil frekar deyja“

„Ég vil frekar deyja en að þola annað kjörtímabil af Trump,“ sagði bandaríski leikarinn Dick Van Dyke þegar hann var spurður hvernig niðurstaða forsetakosninganna leggist í hann. 

„Ég vil frekar deyja“

Poppkúltúr | 13. nóvember 2024

Van Dyke skráði nafn sitt á spjöld sögu­bók­anna í apríl …
Van Dyke skráði nafn sitt á spjöld sögu­bók­anna í apríl þegar hann varð elsti leik­ari til þess að hljóta til­nefn­ingu til Emmy-verðlaun­anna. Hann hlaut til­nefn­ingu fyr­ir gesta­hlut­verk í banda­rísku sápuóper­unni Days of Our Li­ves. Ljósmynd/Amy Sussman

„Ég vil frekar deyja en að þola annað kjörtímabil af Trump,“ sagði bandaríski leikarinn Dick Van Dyke þegar hann var spurður hvernig niðurstaða forsetakosninganna leggist í hann. 

„Ég vil frekar deyja en að þola annað kjörtímabil af Trump,“ sagði bandaríski leikarinn Dick Van Dyke þegar hann var spurður hvernig niðurstaða forsetakosninganna leggist í hann. 

Van Dyke, best þekktur fyrir hlutverk sitt í dans- og söngvamyndinni Mary Poppins frá árinu 1964, ræddi stuttlega við götuljósmyndara í Malibú á mánudag og lét skoðun sína á 47. forseta Bandaríkjanna í ljós. 

Leikarinn, sem fagnar 99 ára afmæli sínu þann 13. desember næstkomandi, var spurður hreint út hvort að Trump gæti gert Bandaríkin frábær á ný og án þess að hika svaraði hann: „Ég verð sem betur fer ekki á svæðinu.“ 

Fjöldi frægra í Banda­ríkj­un­um hef­ur lýst von­brigðum sín­um yfir því að Don­ald Trump bar sig­ur úr být­um í for­seta­kosn­ing­un­um. 

Leik­kon­an Christ­ina App­lega­te tjáði sig á sam­fé­lags­miðlin­um X og kvaðst í upp­námi yfir framtíðarrétt­ind­um kvenna og sagði dótt­ur sína í tár­um vegna þess að rétt­ur henn­ar sem konu gæti verið tek­inn af henni. Bað hún alla þá sem ekki væru sam­mála um að hætta að fylgja sér á sam­fé­lags­miðlum.

Söng­kon­an og dygg­ur stuðnings­maður Harris, Bill­ie Eil­ish, birti stutta og ein­falda yf­ir­lýs­ingu í story á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um: „Þetta er stríð gegn kon­um.“

mbl.is