„Ég vil frekar deyja en að þola annað kjörtímabil af Trump,“ sagði bandaríski leikarinn Dick Van Dyke þegar hann var spurður hvernig niðurstaða forsetakosninganna leggist í hann.
„Ég vil frekar deyja en að þola annað kjörtímabil af Trump,“ sagði bandaríski leikarinn Dick Van Dyke þegar hann var spurður hvernig niðurstaða forsetakosninganna leggist í hann.
„Ég vil frekar deyja en að þola annað kjörtímabil af Trump,“ sagði bandaríski leikarinn Dick Van Dyke þegar hann var spurður hvernig niðurstaða forsetakosninganna leggist í hann.
Van Dyke, best þekktur fyrir hlutverk sitt í dans- og söngvamyndinni Mary Poppins frá árinu 1964, ræddi stuttlega við götuljósmyndara í Malibú á mánudag og lét skoðun sína á 47. forseta Bandaríkjanna í ljós.
Leikarinn, sem fagnar 99 ára afmæli sínu þann 13. desember næstkomandi, var spurður hreint út hvort að Trump gæti gert Bandaríkin frábær á ný og án þess að hika svaraði hann: „Ég verð sem betur fer ekki á svæðinu.“
Fjöldi frægra í Bandaríkjunum hefur lýst vonbrigðum sínum yfir því að Donald Trump bar sigur úr býtum í forsetakosningunum.
Leikkonan Christina Applegate tjáði sig á samfélagsmiðlinum X og kvaðst í uppnámi yfir framtíðarréttindum kvenna og sagði dóttur sína í tárum vegna þess að réttur hennar sem konu gæti verið tekinn af henni. Bað hún alla þá sem ekki væru sammála um að hætta að fylgja sér á samfélagsmiðlum.
Söngkonan og dyggur stuðningsmaður Harris, Billie Eilish, birti stutta og einfalda yfirlýsingu í story á Instagram-reikningi sínum: „Þetta er stríð gegn konum.“