Flýta áætlunarflugi um fimm vikur

Á ferðalagi | 13. nóvember 2024

Flýta áætlunarflugi um fimm vikur

Icelandair mun hefja áætlunarflug til Nashville í Bandaríkjunum fimm vikum fyrr en áætlað var. Fyrsta flugferðin, sem átti að vera í maí, verður 10. apríl.

Flýta áætlunarflugi um fimm vikur

Á ferðalagi | 13. nóvember 2024

Nashville er sannkölluð tónlistarborg.
Nashville er sannkölluð tónlistarborg. Brandon Jean/Unsplash

Icelanda­ir mun hefja áætl­un­ar­flug til Nashville í Banda­ríkj­un­um fimm vik­um fyrr en áætlað var. Fyrsta flug­ferðin, sem átti að vera í maí, verður 10. apríl.

Icelanda­ir mun hefja áætl­un­ar­flug til Nashville í Banda­ríkj­un­um fimm vik­um fyrr en áætlað var. Fyrsta flug­ferðin, sem átti að vera í maí, verður 10. apríl.

Í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu seg­ir að ástæðan fyr­ir breyt­ing­unni sé sú að viðtök­urn­ar hafi verið góðar.

Icelanda­ir mun bjóða upp á flug til borg­ar­inn­ar fjór­um sinn­um í viku út októ­ber á næsta ári.

Höfuðborg kántrí­tón­list­ar

Nashville er átjándi áfangastaður Icelanda­ir í Norður-Am­er­íku. Borg­in er oft kennd við mikla tónlist enda er hún höfuðborg kántrí­tón­list­ar. Borg­in er þó ekki síður fræg fyr­ir popp, rokk, gospel og jass­tónlist. 

„Það er mjög ánægju­legt að sjá þær frá­bæru viðtök­ur sem við höf­um fengið við Nashville-flug­inu, frá Íslend­ing­um, jafnt sem viðskipta­vin­um okk­ar beggja vegna Atlants­hafs­ins. Þess­ar góðu viðtök­ur sýna ekki síst styrk alþjóðaleiðakerf­is­ins okk­ar sem bygg­ir á teng­ing­um til, frá og um Ísland. Með fleiri áfanga­stöðum og auk­inni tíðni, stór­fjölg­um við tengi­mögu­leik­un­um og bjóðum viðskipta­vin­um okk­ar enn betri þjón­ustu,“ er haft eft­ir Tóm­asi Inga­syni, fram­kvæmda­stjóra tekju-, þjón­ustu- og markaðssviðs Icelanda­ir, í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

mbl.is