Icelandair mun hefja áætlunarflug til Nashville í Bandaríkjunum fimm vikum fyrr en áætlað var. Fyrsta flugferðin, sem átti að vera í maí, verður 10. apríl.
Icelandair mun hefja áætlunarflug til Nashville í Bandaríkjunum fimm vikum fyrr en áætlað var. Fyrsta flugferðin, sem átti að vera í maí, verður 10. apríl.
Icelandair mun hefja áætlunarflug til Nashville í Bandaríkjunum fimm vikum fyrr en áætlað var. Fyrsta flugferðin, sem átti að vera í maí, verður 10. apríl.
Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé sú að viðtökurnar hafi verið góðar.
Icelandair mun bjóða upp á flug til borgarinnar fjórum sinnum í viku út október á næsta ári.
Nashville er átjándi áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku. Borgin er oft kennd við mikla tónlist enda er hún höfuðborg kántrítónlistar. Borgin er þó ekki síður fræg fyrir popp, rokk, gospel og jasstónlist.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá þær frábæru viðtökur sem við höfum fengið við Nashville-fluginu, frá Íslendingum, jafnt sem viðskiptavinum okkar beggja vegna Atlantshafsins. Þessar góðu viðtökur sýna ekki síst styrk alþjóðaleiðakerfisins okkar sem byggir á tengingum til, frá og um Ísland. Með fleiri áfangastöðum og aukinni tíðni, stórfjölgum við tengimöguleikunum og bjóðum viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu,“ er haft eftir Tómasi Ingasyni, framkvæmdastjóra tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, í tilkynningu félagsins.