Donald Trump hefur gefið í skyn að hann sé opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið sem forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump hefur gefið í skyn að hann sé opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið sem forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump hefur gefið í skyn að hann sé opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið sem forseti Bandaríkjanna.
Í 22. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna er kveðið á um að forsetar megi ekki sitja lengur í forsetastól en tvö kjörtímabil og að ekki megi kjósa sama frambjóðandann oftar en tvisvar í embættið.
Trump, sem gegndi embætti forseta Bandaríkjanna árin 2017 til 2021, var í byrjun mánaðar kjörinn næsti forseti landsins. Verður hann vígður í embætti í byrjun næsta árs.
„Ég held að ég muni ekki bjóða mig fram aftur nema þið segið: „Hann er góður, við þurfum að finna út úr þessu“,“ sagði Trump við samkomu þingmanna repúblikana á hóteli í miðborg Washington fyrr í dag, og uppskar hlátur viðstaddra.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tók í kjölfarið á móti Donald Trump í Hvíta húsinu. Trump hefur ekki snúið aftur í Hvíta húsið frá því að hann lét af völdum í byrjun árs 2021.