Gullmedalía sem leit út eins og lyklakippa

Dagmál | 13. nóvember 2024

Gullmedalía sem leit út eins og lyklakippa

„Það voru smá vonbrigði að fá einhverja lyklakippu en það er titillinn sem skiptir máli,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

Gullmedalía sem leit út eins og lyklakippa

Dagmál | 13. nóvember 2024

„Það voru smá vonbrigði að fá einhverja lyklakippu en það er titillinn sem skiptir máli,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

„Það voru smá vonbrigði að fá einhverja lyklakippu en það er titillinn sem skiptir máli,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen voru í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í fjórða sinn í sögunni í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum.

Keyptu bikar í Bakú

Kvennalandsliðið fékk engan bikar fyrir árangurinn en íslenska liðið reddaði málunum í Aserbaídsjan.

„Við fengum ekki bikar þannig að við keyptum bikar,“ sagði Guðrún Edda.

„Við vorum í einhverju molli, sáum hann, keyptum hann og tókum hann með okkur heim,“ sagði Guðrún Edda meðal annars.

Viðtalið við þær Guðrúnu og Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir.
Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir. Ljósmynd/FSÍ
mbl.is