Hver er Pete Hegseth?

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 13. nóvember 2024

Hver er Pete Hegseth?

Val Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta á Pete Hegseth, sem næsta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom á óvart að mati bandarísku fréttastofunnar CNN.

Hver er Pete Hegseth?

Kosningar í Bandaríkjunum 2024 | 13. nóvember 2024

Pete Hegseth á verðlaunahátíð Fox Nation í fyrra.
Pete Hegseth á verðlaunahátíð Fox Nation í fyrra. AFP/Terry Wyatt

Val Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta á Pete Hegseth, sem næsta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom á óvart að mati bandarísku fréttastofunnar CNN.

Val Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta á Pete Hegseth, sem næsta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom á óvart að mati bandarísku fréttastofunnar CNN.

Í umfjöllun miðilsins segir að Hegseth hafi ekki verið á meðal þeirra sem voru taldir líklegir til að verða fyrir valinu.

Heimildarmenn CNN segja að Trump og Hegseth, sem hefur enga pólitíska reynslu, hafi þekkst lengi og að forsetanum tilvonandi hafi alltaf fundist hann vera „snjall“, auk þess sem honum hafi þótt ferill hans merkilegur.

Ánægður með bókina

Trump er einnig ánægður með að Hegseth er fyrrverandi hermaður og líkar vel við það sem hann segir í bók sinni The War on Warriors eða Stríðið gegn stríðsmönnum, sem naut mikilla vinsælda.

Þegar Trump tilkynnti um val sitt á Hegseth sagði hann bókina „afhjúpa hvernig vinstrimenn sviku stríðsmennina okkar og einnig hvernig herinn þyrfti að vera aftur metinn að verðleikum, hversu banvænn hann getur verið, traustur og framúrskarandi“.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Sannfærði Trump um lausn hermanna

Washington Post greinir frá því að Hegseth hafi tekist að sannfæra Trump þegar hann var forseti árið 2019 um að veita sakaruppgjöf tveimur hermönnum sem voru sakaðir um morð og að færa þann þriðja aftur í fyrri stöðu eftir að hann var fundinn sekur um að stilla sér upp á ljósmynd í Írak við hliðina á líki.

Hegseth útskrifaðist bæði úr Princeton-háskóla og Harvard. Á vefsíðu hans kemur fram að hann hafi sent síðarnefndu gráðuna til baka. Hann hefur gagnrýnt Harvard opinberlega fyrir meinta vinstristefnu.

Hegseth býr ásamt eiginkonu sinni og sjö börnum í ríkinu Tennessee í suðurhluta Bandaríkjanna.



mbl.is