Kynþokkafyllsti maður heims krýndur

Poppkúltúr | 13. nóvember 2024

Kynþokkafyllsti maður heims krýndur

Bandaríska tímaritið People hefur svipt hulunni af kynþokkafyllsta manni í heimi. Leikarinn og leikstjórinn John Krasinski hlýtur heiðurinn í ár. Krasinski tekur við titlinum af leikaranum Patrick Dempsey sem var valinn sá kynþokkafyllsti á síðasta ári.

Kynþokkafyllsti maður heims krýndur

Poppkúltúr | 13. nóvember 2024

John Krasinski er verðugur handhafi.
John Krasinski er verðugur handhafi. Ljósmynd/AFP

Bandaríska tímaritið People hefur svipt hulunni af kynþokkafyllsta manni í heimi. Leikarinn og leikstjórinn John Krasinski hlýtur heiðurinn í ár. Krasinski tekur við titlinum af leikaranum Patrick Dempsey sem var valinn sá kynþokkafyllsti á síðasta ári.

Bandaríska tímaritið People hefur svipt hulunni af kynþokkafyllsta manni í heimi. Leikarinn og leikstjórinn John Krasinski hlýtur heiðurinn í ár. Krasinski tekur við titlinum af leikaranum Patrick Dempsey sem var valinn sá kynþokkafyllsti á síðasta ári.

Krasinski skaust fram á sjónarsviðið þegar hann fór með hlutverk Jim Halpert í gamanþáttaseríunni The Office á árunum 2005 til 2013. Hann hefur einnig leikið í fjölmörgum kvikmyndum og getið sér gott orð sem leikstjóri og handritshöfundur. Krasinski leikstýrði meðal annars fyrstu tveimur A Quiet Place-myndunum.

Krasinski, sem er 45 ára, prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að vera valinn en viðurkenndi að eiginkona hans, breska leikkonan Emily Blunt, væri himinlifandi með valið í ár. 

Meðal þeirra sem áður hafa hlotið titilinn eru Chris Evans, Paul Rudd, Idris Elba, Michael B. Jordan, John Legend og Hugh Jackman.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is