Pete Hegseth, þáttastjórnandi hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News, verður næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Pete Hegseth, þáttastjórnandi hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News, verður næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Pete Hegseth, þáttastjórnandi hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News, verður næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Hegseth, sem er 44, ára, er rithöfundur og fyrrverandi hermaður sem starfaði í Írak og Afganistan.
Hann gekk til liðs við Fox News árið 2014 og er einn af þáttastjórnendum Fox and Friends Weekends á Fox News, auk þess sem hann stjórnar þætti á Fox Nation.
Hegseth var sagður koma til álita sem ráðherra fyrrverandi hermanna þegar Donald Trump var fyrst kjörinn Bandaríkjaforseti en ekkert varð af því.
Núna er hann aftur á móti sagður á leiðinni í Pentagon til að stjórna stærsta her veraldar.
Trump sagði í tilkynningu að Hegseth væri „harður í horn að taka og trúir á Ameríku númer eitt“.
„Með Peter við stjórnvölinn þurfa óvinir Banaríkjanna að vara sig. Herinn okkar verður frábær aftur og Bandaríkin munu aldrei gefa eftir,“ sagði Trump.