Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt fulltrúadeildarþingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra. Þá hefur öldungadeildarþingmaðurinn Mark Rubio verið útnefndur utanríkisráðherra.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt fulltrúadeildarþingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra. Þá hefur öldungadeildarþingmaðurinn Mark Rubio verið útnefndur utanríkisráðherra.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt fulltrúadeildarþingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra. Þá hefur öldungadeildarþingmaðurinn Mark Rubio verið útnefndur utanríkisráðherra.
Öldungardeild Bandaríkjaþings mun þurfa að samþykkja útnefningarnar en Repúblikanaflokkur Trumps bar sigur úr býtum í kosningum til öldungadeildar í síðustu viku.
Gatez, fulltrúadeildarþingmaður frá Flórídaríki, hefur verið trúfastur stuðningsmaður Trumps og komið honum til varnar í blíðu og stríðu, t.a.m. í sakamálum Trumps og þegar hann átti yfir höfði sér ákæru fyrir meint embættisglöp sem forseti.
Gaetz væri því kominn í kjörstöði til að efna loforð Trumps um hefnd gagnvart saksóknurunum sem hafa lögsótt hann.
„Fá málefni í Bandaríkjunum eru jafn mikilvæg og að binda enda á vopnvæðingu réttarkerfisins,“ skrifar Trump á samfélagsmiðlum. „Matt mun binda enda á vopnvædda ríkisstjórn... og endurvekja brotna trú Bandaríkjamanna og traust gagnvart réttarkefinu.“
Hinn 42 ára Gaetz hefur þurft að sæta rannsókn vegna meints kynlífsmansals en rannsókninni lauk í fyrra án ákæru.
Útnefning Gaetz þykir eggjandi og New York Times skrifar að ákvörðunin endurspegli staðfestu Trumps til að skipa trúfasta samherja í æðstu embætti landsins – samherja sem munu ólíklega veita Trump viðnám, en það gerði William P. Barr, dómsmálaráðherra skipaður af Trump, í kjölfar úrslita forsetakosninganna 2020.
Með þessu lítur Trump einnig fram hjá fjölda hefðbundnari kandídata, m.a. Mike Lee öldungadeildarþingmanni sem barðist hart í von um að verða fyrir valinu.
Sem fyrr segir hefur Trump einnig útnefnt Mark Rubio, öldungadeildarþingmann úr Flórídaríki, sem utanríkisráðherra. Rubio var áður mótherji Trumps en hann hefur verið afar berorður um samband Bandaríkjanna og Kína, rétt eins og Trump.
Rubio kom m.a. til greina sem varaforsetaefni Trumps en hann hefur setið í öldungadeildinni síðan 2010. Hann var enn trúfastur stuðningsmaður forsetans verðandi þrátt fyrir að hafa ekki orðið fyrir valinu sem varaforsetaefni.
Rubio hefur lengi mælt fyrir hörðum aðgerðum gagnvart Kína, Íran og Venesúela, sem allt eru lönd sem Trump hefur reglulega gagnrýnt í kosningabaráttu sinni. Trump lýsir Rubio í yfirlýsingu sem „sterkum baráttumanni fyrir þjóðina, sönnum vini og óttalausum stríðsmanni sem mun aldrei láta undan gagnvart óvinum okkar“.
Trump hefur útnefnt fleiri í ráðherraembætti á síðustu dögum, meðal annars Pete Hegseth, þáttarstjórnanda á Fox sem hefur enga pólitíska reynslu. Þeir Trump hafa þó þekkst lengi að sögn CNN.