Þegar áætlað er að fyrstu lotu borgarlínunnar verður lokið árið 2030 tekur nýtt leiðanet gildi í heild sinni. Þá verða 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 til 10 mínútna tíðni. 23% íbúa verða í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 mínútna tíðni á háannatíma.
Þegar áætlað er að fyrstu lotu borgarlínunnar verður lokið árið 2030 tekur nýtt leiðanet gildi í heild sinni. Þá verða 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 til 10 mínútna tíðni. 23% íbúa verða í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 mínútna tíðni á háannatíma.
Þegar áætlað er að fyrstu lotu borgarlínunnar verður lokið árið 2030 tekur nýtt leiðanet gildi í heild sinni. Þá verða 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 til 10 mínútna tíðni. 23% íbúa verða í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 mínútna tíðni á háannatíma.
Til samanburðar er staðan þannig núna að 16% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa í 400 metra radíus frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á háannatíma.
Með tilkomu nýs fjármagns vegna samgöngusáttmála eykst þjónusta Strætó strax á næsta ári þegar 50% íbúa höfuðborgarsvæðisins verða í 400 metra radius frá stoppiðstöð með 10 mínútna tíðni.
Þetta kom fram í erindi Valgerðar Grétu Benediktsdóttur, samgöngusérfræðingi hjá Strætó, á morgunfundi Vegagerðarinnar.
Nýtt leiðanet er heildstætt framtíðarskipulag almenningssamganga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínuleiðir eru hluti af þessu nýja leiðaneti.
Leiðanetið breytist eftir því sem framkvæmdum lýkur í kringum borgarlínuna. Með tilkomu Fossvogsbrúar árið 2028 munu leiðir 2, 8, 14, 35 og 36 hætta akstri. Í staðinn mun borgarlínuleið A hefja akstur ásamt leiðum N og O.
Árið 2040 munu leiðir A, B, E. C og D aka með 7 mínútna tíðni á háannatíma. Alls verða þá 51% íbúa í 400 metra radíus frá stoppistöð með 7 mínútna tíðni.
Valgerður Gréta greindi frá því að farþegum Strætó hefði fjölgað jafnt og þétt frá Covid. Árið 2018 voru svokölluð innstig um 11.400 talsins, árið 2020 fóru þau niður í 8.800 vegna Covid og í fyrra voru þau komin upp í um 12.600 talsins.
Fjöldi ekinna kílómetra hjá Strætó hefur aftur á móti fækkað vegna þjónustuskerðingar síðastliðin ár.