Félag Sigmars Páls keypti 230 milljóna Garðabæjarslot

Heimili | 14. nóvember 2024

Félag Sigmars Páls keypti 230 milljóna Garðabæjarslot

Í september var einbýlishús við Kaldakur 6 í Garðabæ auglýst til sölu. Um er að ræða 236,4 fm hús sem reist var 2006. Húsið er fallega innréttað með stílhreinum sérsmíðuðum innréttingum sem smíðaðar voru hjá Hegg. 

Félag Sigmars Páls keypti 230 milljóna Garðabæjarslot

Heimili | 14. nóvember 2024

Í september var einbýlishús við Kaldakur 6 í Garðabæ auglýst til sölu. Um er að ræða 236,4 fm hús sem reist var 2006. Húsið er fallega innréttað með stílhreinum sérsmíðuðum innréttingum sem smíðaðar voru hjá Hegg. 

Í september var einbýlishús við Kaldakur 6 í Garðabæ auglýst til sölu. Um er að ræða 236,4 fm hús sem reist var 2006. Húsið er fallega innréttað með stílhreinum sérsmíðuðum innréttingum sem smíðaðar voru hjá Hegg. 

Það er margt í húsinu sem er eftirsóknarvert fyrir utan hönnun, andrúmsloft og staðsetningu. Þar er til dæmis aukin lofthæð og 200 fm timburverönd í garðinum ásamt heitum potti, köldum potti og matjurtagarði. Í eldhúsinu eru VOLA blöndunartæki og granít á borðplötum svo eitthvað sé nefnt. 

Eftirsótt gata

Þetta eigulega einbýlishús stoppaði stutt við á sölu sem er ekki skrýtið því húsin við þessa götu i Akrahverfinu hafa verið eftirsótt. Til dæmis var næsta hús við, Kaldakur 4, selt án auglýsingar í fyrra án nokkurs afsláttar. 

Kaldakur 6 hefur fengið nýjan eiganda en kaupandi hússins er félagið Melsnes ehf. sem er í eigu Sigmars Páls Jónssonar lögmanns og eins af eiganda Nordik lögfræðiþjónustu. Félagið greiddi uppsett verð fyrir húsið eða 230.000.000 kr. Félagið keypti húsið af Sigrúnu Þórólfsdóttur og Magnúsi H. Björnssyni. 

Einhver myndi segja að Sigmar Páll væri smekkmaður!

mbl.is