Boðið var upp á heljarinnar veislu í franska sendiráðsbústaðnum hjá sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, á dögunum. Veislan var haldin í tilefni þess að franski Michelin-stjörnukokkurinnn Thomas Koebel frá Strassborg kom hingað til lands að kynna hefðbundinn mat frá héraðinu sínu Alsace .
Boðið var upp á heljarinnar veislu í franska sendiráðsbústaðnum hjá sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, á dögunum. Veislan var haldin í tilefni þess að franski Michelin-stjörnukokkurinnn Thomas Koebel frá Strassborg kom hingað til lands að kynna hefðbundinn mat frá héraðinu sínu Alsace .
Boðið var upp á heljarinnar veislu í franska sendiráðsbústaðnum hjá sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, á dögunum. Veislan var haldin í tilefni þess að franski Michelin-stjörnukokkurinnn Thomas Koebel frá Strassborg kom hingað til lands að kynna hefðbundinn mat frá héraðinu sínu Alsace .
Koebel bauð upp á stórglæsilegt hlaðborð með allskyns hefðbundinn mat frá Alsace eins og pylsur, foie-gras, piparrótarsósu, sinnep, Flammekuche, Choucroute og hinn víðfræga Munster osti ásamt vín og líkjöra frá héraðinu. Frönsku kræsingarnar féllu gestum mjög vel í geð og hvernig vínið var parað með matnum kom skemmtilega á óvart. Matargestirnir nutu þess að bragða á þessum mat og hlusta á Koebel segja söguna bak við réttina.
Ástæða þess að Koebel kom hingað til lands var að taka þátt í árlegum viðburði franska sendiráðsins á Íslandi sem kallast Keimur. Á hverju ári er matargerð og vín frá sérstöku héraði kynnt til leiks. Í ár var sjónum beint til Alsace héraðs og þeim dýrindis vínum og matarhefðum sem þaðan koma. Koebel er yfirkokkur á Le Relais de la Poste í Strassborg og náði í fyrstu Michelin-stjörnuna staðarins fyrir ári síðan.
Í Íslandsheimsókninni heimsótti hann einnig Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi og kenndi nemendum að elda þrjár tegundir af fiski að hætti Alsace búa.