Heljarinnar matarveisla í boði Michelin-stjörnukokks

Viðburðir | 14. nóvember 2024

Heljarinnar matarveisla í boði Michelin-stjörnukokks

Boðið var upp á heljarinnar veislu í franska sendiráðsbústaðnum hjá sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, á dögunum. Veislan var haldin í tilefni þess að franski Michelin-stjörnukokkurinnn Thomas Koebel frá Strassborg kom hingað til lands að kynna hefðbundinn mat frá héraðinu sínu Alsace .

Heljarinnar matarveisla í boði Michelin-stjörnukokks

Viðburðir | 14. nóvember 2024

Gleðin var í fyrirrúmi í franska sendiráðsbústaðinum þegar franski stjörnukokkurinn …
Gleðin var í fyrirrúmi í franska sendiráðsbústaðinum þegar franski stjörnukokkurinn bauð upp á stórglæsilegt hlaðborð með allskyns hefðbundinn mat frá Alsace. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Boðið var upp á heljarinnar veislu í franska sendiráðsbústaðnum hjá sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, á dögunum. Veislan var haldin í tilefni þess að franski Michelin-stjörnukokkurinnn Thomas Koebel frá Strassborg kom hingað til lands að kynna hefðbundinn mat frá héraðinu sínu Alsace .

Boðið var upp á heljarinnar veislu í franska sendiráðsbústaðnum hjá sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, á dögunum. Veislan var haldin í tilefni þess að franski Michelin-stjörnukokkurinnn Thomas Koebel frá Strassborg kom hingað til lands að kynna hefðbundinn mat frá héraðinu sínu Alsace .

Koebel bauð upp á stórglæsilegt hlaðborð með allskyns hefðbundinn mat frá Alsace eins og pylsur, foie-gras, piparrótarsósu, sinnep, Flammekuche, Choucroute og hinn víðfræga Munster osti ásamt vín og líkjöra frá héraðinu. Frönsku kræsingarnar féllu gestum mjög vel í geð og hvernig vínið var parað með matnum kom skemmtilega á óvart. Matargestirnir nutu þess að bragða á þessum mat og hlusta á Koebel segja söguna bak við réttina.

Thomas Koebel Michelin stjörnukokkur og veitingarnar hans í sendiherrabústað Frakklands.
Thomas Koebel Michelin stjörnukokkur og veitingarnar hans í sendiherrabústað Frakklands. mbl.is/Karítas

Matargerð og vín frá sérstöku héraði kynnt

Ástæða þess að Koebel kom hingað til lands var að taka þátt í árlegum viðburði franska sendiráðsins á Íslandi sem kallast Keimur. Á hverju ári er matargerð og vín frá sérstöku héraði kynnt til leiks. Í ár var sjónum beint til Alsace héraðs og þeim dýrindis vínum og matarhefðum sem þaðan koma. Koebel  er yfirkokkur á Le Relais de la Poste í Strassborg og náði í fyrstu Michelin-stjörnuna staðarins fyrir ári síðan.

Í Íslandsheimsókninni heimsótti hann einnig Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi og kenndi nemendum að elda þrjár tegundir af fiski að hætti Alsace búa.  

Halldór Laxness, Ben Boorman frá Berjamó ásamt fríðuföruneyti.
Halldór Laxness, Ben Boorman frá Berjamó ásamt fríðuföruneyti. mbl.is/Karítas
Franski sendiherrann Guillaume Bazard kynnir stjörnukokkinn Thomas Koebel til leiks.
Franski sendiherrann Guillaume Bazard kynnir stjörnukokkinn Thomas Koebel til leiks. mbl.is/Karítas
Thomas Koebel Michelin-stjörnukokkur fræðir gesti um það sem í boði …
Thomas Koebel Michelin-stjörnukokkur fræðir gesti um það sem í boði var. mbl.is/Karítas
mbl.is/Karítas
Alexandre LeBruffe framkvæmdarstjóri Alliance Francaise á Íslandi, Renaud Durville og …
Alexandre LeBruffe framkvæmdarstjóri Alliance Francaise á Íslandi, Renaud Durville og Nolwenn Arlin frá franska sendiráðinu. mbl.is/Karítas
mbl.is/Karítas
Glæsilegt hlaðborð franskra kræsinga.
Glæsilegt hlaðborð franskra kræsinga. mbl.is/Karítas
Griottines kirsuber í kirsch líkjör.
Griottines kirsuber í kirsch líkjör. mbl.is/Karítas
Kartöflusalatið passaði afar vel með pylsunum.
Kartöflusalatið passaði afar vel með pylsunum. mbl.is/Karítas
Boðið var upp á ýmis konar líkjöra með réttunum.
Boðið var upp á ýmis konar líkjöra með réttunum. mbl.is/Karítas
Kirsuberjalíkjörið.
Kirsuberjalíkjörið. mbl.is/Karítas
Bretzel eru þekktar um allan heim og Frakkar gera líka …
Bretzel eru þekktar um allan heim og Frakkar gera líka sínar líkt og Þjóðverjar. mbl.is/Karítas
Eirný Sigurðardóttir í góðum félagsskap.
Eirný Sigurðardóttir í góðum félagsskap. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is