Ég sótti viðburð í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þar var fólk á öllum aldri en mun fleiri af yngri kynslóðinni. Þetta voru listamenn, tónlistarmenn og hönnuðir og langflestir áttu það sameiginlegt að vera í sama sniði af buxum; mjög síðum og afskaplega víðum.
Ég sótti viðburð í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þar var fólk á öllum aldri en mun fleiri af yngri kynslóðinni. Þetta voru listamenn, tónlistarmenn og hönnuðir og langflestir áttu það sameiginlegt að vera í sama sniði af buxum; mjög síðum og afskaplega víðum.
Ég sótti viðburð í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þar var fólk á öllum aldri en mun fleiri af yngri kynslóðinni. Þetta voru listamenn, tónlistarmenn og hönnuðir og langflestir áttu það sameiginlegt að vera í sama sniði af buxum; mjög síðum og afskaplega víðum.
Síðar sama kvöld var ég stödd í einni af fínni mathöllum bæjarins þar sem langflestir gestirnir voru karlar á miðjum aldri. Þó að ég hafi það ekki staðfest þá gat ég samt séð af klæðaburðinum að þeir voru minna listrænir og meira fyrir leik að reikningsdæmum. Á meðal þeirra var líka eitt ríkjandi buxnasnið og það var mun þrengra.
Kynslóðabil í klæðnaði er eðlilegt en þarna eru miklar öfgar. Víðar og mjög síðar buxur áttu heima á viðburðinum en þessar þröngu í mathöllinni.
Það eru í kringum fimmtán ár síðan þröngar buxur urðu hluti af fataskáp flestra og þá allra kynja. Konur voru aðeins á undan sem oftar en þetta hélst þó í hendur. Áhrifin má rekja til tískuáhrifavalda þess tíma eins og fyrirsætunnar Kate Moss og tónlistarmannsins Petes Dohertys. Þá var fatastíll fólks rokkaður með bóhem-ívafi.
En svo virðist sem þessar buxur hafi tekið við öllum buxum karlpeningsins á ákveðnum aldri og eru þær notaðar við öll tilefni. Hettupeysa? Þröngar gallabuxur. Skyrta og blazer? Þröngar gallabuxur. Köflótt þykk yfirskyrta? Þröngar gallabuxur. Afmæli, vinnan, laugardagsstúss í Byko? Þröngar gallabuxur. Mér þykir leitt að þetta þurfi að koma fram, en þröngu gallabuxurnar ganga ekki við allt.
Yngri kynslóðin fylgdi eftir tískuheiminum og sneri þessu við. Sem betur fer hafa fleiri konur fylgt því. Fataskápur kvenna er þó yfirleitt fjölbreyttari en gagnkynhneigðra karla og eru þær viljugri að breyta til. Svo virðist sem ákveðin kynslóð sé alls ekki til í að breyta til, hún er ánægð með sínar buxur og þannig er nú það. Eru þeir orðnir háðir stuðningnum sem þrönga teygjan veitir utan um kálfana?
Öfgarnar eru alltaf miklar í tískuheiminum en í þessum pistli er enginn að stinga upp á því að fara út í þær. Ég tala aðeins fyrir sjálfa mig þegar ég segi: það þarf ekki mikið til, en hvernig væri að prófa bara örlítið víðari buxur? Biðja um að máta beinar buxur í stað „extra-skinny?“ Bara hugmynd.
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi.