Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, skrifaði að það hefði verið „afar hressandi“ þegar herbergisfélagi hans reyndi að „pikka upp“ 12 ára gamalt stúlkubarn fyrir hann til að stunda kynlíf með.
Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, skrifaði að það hefði verið „afar hressandi“ þegar herbergisfélagi hans reyndi að „pikka upp“ 12 ára gamalt stúlkubarn fyrir hann til að stunda kynlíf með.
Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, skrifaði að það hefði verið „afar hressandi“ þegar herbergisfélagi hans reyndi að „pikka upp“ 12 ára gamalt stúlkubarn fyrir hann til að stunda kynlíf með.
Þetta kemur fram í bloggfærslu Þýska stálsins, dulnefni sem Þórður gekkst við í síðasta þætti Spursmála að hafa skrifað undir árum saman, frá árinu 2004.
Við nánari skoðun á bloggfærslum Þórðar má sjá að skrif hans undir dulnefninu voru ekki aðeins níðskrif um konur heldur er einnig að finna fyrrnefnda færslu þar sem Þórður segir það beinlínis vera hressandi að vinur hans hafi reynt að tryggja honum samlífi með barni undir lögaldri.
Þórður var 24 ára gamall þegar hann skrifaði færsluna, eða tvöfalt eldri en barnið sem vinur hans reyndi að „pikka upp“ fyrir hann.
„Sá samt feita fyrrverandi sambýlismann minn dansa við Dirty Dancing á meðan að hann var að reyna að pikka upp eina 12 ára handa mér, sem var afar hressandi. Hann hefur af því stórar áhyggjur að ég hafi ekki stundað kynlíf, með öðrum en sjálfum mér, síðan ég kom hingað. Honum er virkilega umhugað um þetta og reynir við hvert tækifæri að fylla mig og pikka upp stelpur, fyrir mig,“ segir meðal annars í færslu Þórðar.
Í Spursmálum á þriðjudag voru skrif Þýska stálsins á bloggsíðunni www.thessarelskur.blogspot.com borin undir Þórð þar sem hann viðurkenndi í fyrsta sinn að þetta væri dulnefni sem hann hafi notað til að skrifa óviðurkvæmilegar greinar um konar.
Málið hefur valdið miklum usla enda níðskrif hans um konur margítrekuð í þessum bloggfærslum. Þórður hefur beðist afsökunar á skrifum sínum um konur og þá ákvað Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að fordæma skrifin í gærkvöldi á facebook.
„Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ skrifaði hún.
Ekki liggur fyrir hvort að Kristrún hafi haft vitneskju um allt efnið eftir Þórð á umræddri bloggsíðu en hún sagði að hún teldi að gefa ætti mönnum tækifæri til að bæta ráð sitt.
Einnig hefur Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fordæmt skrifin.