Í gær var Dagur íslensku brauðtertunnar haldinn með hátíðlegu yfirbragði í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Sögur útgáfa fögnuðu formlegri útgáfu Stóru brauðtertubókarinnar í tilefni dagsins auk þess að úrslit Íslandsmótsins í brauðtertugerð voru kunngjörð með glæsibrag.
Í gær var Dagur íslensku brauðtertunnar haldinn með hátíðlegu yfirbragði í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Sögur útgáfa fögnuðu formlegri útgáfu Stóru brauðtertubókarinnar í tilefni dagsins auk þess að úrslit Íslandsmótsins í brauðtertugerð voru kunngjörð með glæsibrag.
Mikill fjöldi brauðtertuunnenda var saman komin í Hússtjórnarskólanum í tilefni þessa og nemendur skólans göldruðu fram dýrindis brauðtertur undir leiðsögn Friðriks V matreiðslumanns sem einnig var yfirkokkur við gerð brauðtertubókarinnar.
Meðfram vinnslu þessara bókar var haldið vel heppnað Íslandsmót í brauðtertugerð og var því sannarlega tilefni til að tilkynna hverjir það voru sem stóðu upp í þessari þjóðlegu listgrein.
Erla Hlynsdóttir, ein dómnefndarmanna, formaður og stofnandi Brauðtertufélags Erlu og Erlu, kynnti úrslitin við mikinn fögnuð viðstaddra.
Verðlaun veitt í fimm flokkum
Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, fyrir fallegustu brauðtertuna, frumlegustu brauðtertuna, bragðbestu brauðtertuna, bestu pörunina með kampavíni og loks voru Íslandsmeistarnir krýndir.
- Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð, það eru þau Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans Svala Sveinbergsdóttir sem gerðu dásamlega fallega, bragðgóða og haganlega skreytta rækjutertu. (Brauðterta purpurarósarinnar)
- Fallegasta brauðtertan: Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fyrir himneska hangikjötstertu. (Brauðterta skonsumeistarans)
- Frumlegasta brauðtertan: Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu. (Brauðterta úr Hálsaskógi)
- Bragðbesta brauðtertan: Magnús Ingi Björgvinsson fyrir ljúffenga rækjutertu. (Brauðterta hversdagshetjunnar)
- Besta pörunin; brauðterta+kampavín: Ingimar Flóvent Marínósson fyrir túnfisktertu. (Brauðterta bakaradrengsins)
Dómnefndin var skipuð eftirtöldum aðilum:
- Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans
- Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
- Erla Hlynsdóttir, frá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu
- Tómas Hermannsson, útgefandi hjá Sögum útgáfu
Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir hvern flokk, en þau voru:
- Fyrir Íslandsmeistarann: Gjafabréf að verðmæti 120.000,- krónur frá Icelandair
- Fyrir fallegustu brauðtertuna: Gjafabréf að verðmæti 15.000,- krónur frá Jómfrúnni
- Fyrir bragðbestu brauðtertuna: Martusa, sikileysk ólífuolía beint frá bónda, 5 lítrar
- Fyrir frumlegustu brauðtertuna: Bretti frá Kokku, tilvalið fyrir brauðtertur.
- Sérstakur aukavinningur: Kampavín, Drappier Brut Nature frá Sante.
Matarvefur mbl.is óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar og brauðtertuunnendum til hamingju með fyrstu brauðtertubók landsmanna, Stóru brauðtertubókina.
Brauðterta purpurarósarinnar sigurtertan.
Ljósmynd/Karl Petersson
Fallegasta brauðtertan ber heitið Brauðterta skonsumeistarans og kemur úr smiðju Steinunnar Erlu Sigurgeirsdóttur. Þetta er hangikjötsterta.
Ljósmynd/Karl Petersson
Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu sem vann titilinn frumlegasta brauðtertan og ber heitið Brauðterta úr Hálsaskógi.
Ljósmynd/Karl Petersson
Bragðbesta brauðtertan en Magnús Ingi Björgvinsson gerði þessa og ber hún heitið Brauðterta hversdagshetjunnar.
Ljósmynd/Karl Petersson
Þessi vann fyrir besta pörunina, brauðterta+kampavín. Ingimar Flóvent Marínósson gerði þessa túnfisktertu sem ber heitið Brauðterta bakaradrengsins.
Ljósmynd/Karl Petersson
Hluti þeirra sem hlaut viðurkenningar í gær. Bakaradrengurinn, Ingimar Flóvent Marínósson fyrir bestu pörunina, bróðir Íslandsmeistarans tók við verðlaunum þar sem Íslandsmeistarinn komst ekki vegna veðurs og loks Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fyrir fallegustu brauðtertuna.
mbl.is/Karítas
Steinunn tekur við verðlaunum hjá Erlu Hlyns.
mbl.is/Karítas
Gleðin var í fyrirrúmi í Hússtjórnarskólanum.
mbl.is/Karítas
Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu upp á brauðtertur i tilefni dagsins.
mbl.is/Karítas
Verðlaunahöfum var klappað lof í lófa.
mbl.is/Karítas
Glæsilegar brauðtertur.
mbl.is/Karítas
Gestir nutu þess að bragða á dýrindis brauðtertum.
mbl.is/Karítas
Skinku- og laxabrauðtertur þarna á ferð.
mbl.is/Karítas
Anna Margrét Marinósdóttir og Ragnar Freyr Ingvarsson í góðum félagsskap.
mbl.is/Karítas
Unga kynslóðin kann gott að meta.
mbl.is/Karítas