Var rétt komin ofan í sprunguna

Raddir Grindvíkinga | 14. nóvember 2024

Var rétt komin ofan í sprunguna

„Ég lagði af stað upp Grindavíkurveginn og skildi ekkert af hverju bílarnir sneru við. Ég hélt bara áfram og var rétt komin ofan í sprunguna en við höfðum ekki fengið neina tilkynningu um að vegurinn væri kominn í tvennt, þá vissu þeir bara ekkert um það.“

Var rétt komin ofan í sprunguna

Raddir Grindvíkinga | 14. nóvember 2024

Hjónin keyptu nýtt húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hólmfríður segir …
Hjónin keyptu nýtt húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hólmfríður segir þau heppin að vera búin að koma sér þar fyrir. Morgunblaðið/Eggert

„Ég lagði af stað upp Grindavíkurveginn og skildi ekkert af hverju bílarnir sneru við. Ég hélt bara áfram og var rétt komin ofan í sprunguna en við höfðum ekki fengið neina tilkynningu um að vegurinn væri kominn í tvennt, þá vissu þeir bara ekkert um það.“

„Ég lagði af stað upp Grindavíkurveginn og skildi ekkert af hverju bílarnir sneru við. Ég hélt bara áfram og var rétt komin ofan í sprunguna en við höfðum ekki fengið neina tilkynningu um að vegurinn væri kominn í tvennt, þá vissu þeir bara ekkert um það.“

Þannig lýsir Hólmfríður Georgsdóttir flóttanum frá Grindavík þegar jörðin virtist aldrei ætla að hætta að skjálfa, föstudaginn 10. nóvember 2023. 

Eiginmaður Hólmfríðar, Árni Bergmann Hauksson, var þá nýkominn úr hjartaaðgerð og hún neyddist til að keyra bílinn. „Ég var engan veginn í ástandi til þess, ég sat úti í bíl í þrjá klukkutíma, ég er svo agalega hrædd við jarðskjálfta.“

Hólmfríður lítur um öxl með blaðamanni og rifjar upp atburðina sem munu aldrei hverfa úr minni.

Grindavíkurvegur gekk í bylgjum þetta kvöldið.
Grindavíkurvegur gekk í bylgjum þetta kvöldið.

Honum fannst þetta allt búið

Hún segir þau hjónin hafa verið nýkomin úr Keflavík þegar allt fór að hristast. Þar sem Grindavíkurvegur hafi verið orðinn ófær hafi lítið annað verið hægt að gera en að fara hina leiðina aftur til Keflavíkur til að komast í Voga á Vatnsleysuströnd en þar er tvíburabróðir Hólmfríðar búsettur.

Þau hjónin dvöldu hjá honum í tíu daga en þaðan fóru þau í Ölfusborgir.

„Við vorum í Ölfusborgum í fjóra og hálfan mánuð og þar var tekið mjög vel á móti okkur,“ segir Hólmfríður.

Úr Ölfusborgum fóru þau í íbúð á Ásbrú þar sem þau voru einnig í um fjóra og hálfan mánuð en að endingu fundu þau sér fasteign í Vogunum þar sem þau una sér vel í dag.

Þegar blaðamaður minnist á allt umstangið í kringum búferlaflutningana gerir Hólmfríður lítið úr. Segir þau svo sem alveg hafa þurft að hafa fyrir því en ferðalagið á þeim hafi ekki verið svo mikið miðað við hjá öðru fólki.

Algjörlega skelfilegt

Aðspurð segir hún atburðina heldur betur sitja í þeim hjónum.

„Þeir sitja svo í mér að ég bara tárast hérna við að tala við þig, þetta var algjörlega stöðugt og algjörlega skelfilegt,“ segir hún og bætir því við að Árni hafi keyrt inn í Grindavík á dögunum þegar honum fannst hann ekki hafa neitt að gera og hann hafi bara komið „öfugur“ heim, eins og hún orðar það.

„Honum fannst þetta allt búið. Það er allt á rúi og stúi. Þetta er ekki Grindavík eins og var – það er bara svoleiðis.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í sér­blaði Morg­un­blaðsins um ham­far­irn­ar í Grinda­vík 10. nóv­em­ber.

mbl.is