Yfir 1.000 jöklar bráðnað í landinu

Loftslagsvá | 14. nóvember 2024

Yfir 1.000 jöklar bráðnað í landinu

Meira en eitt þúsund jöklar hafa bráðnað í Tajíkistan í Mið-Asíu síðustu þrjá áratugina. Orkumálaráðherra landsins greindi frá þessu á loftslagsráðstefnunni COP29 sem fer fram í Bakú.

Yfir 1.000 jöklar bráðnað í landinu

Loftslagsvá | 14. nóvember 2024

Fjöll í Tajíkistan.
Fjöll í Tajíkistan. Ljósmynd/Wikipedia.org

Meira en eitt þúsund jöklar hafa bráðnað í Tajíkistan í Mið-Asíu síðustu þrjá áratugina. Orkumálaráðherra landsins greindi frá þessu á loftslagsráðstefnunni COP29 sem fer fram í Bakú.

Meira en eitt þúsund jöklar hafa bráðnað í Tajíkistan í Mið-Asíu síðustu þrjá áratugina. Orkumálaráðherra landsins greindi frá þessu á loftslagsráðstefnunni COP29 sem fer fram í Bakú.

Þúsundir jökla víðs vegar um Mið-Asíu eru mikilvægir þegar kemur að matvæla- og vatnsöryggi.

„Síðustu 30 árin hafa yfir 1.000 jöklar, af um 14 þúsund jöklum í Tajíkistan, horfið. Þessir jöklar eru mikilvægir öllu svæðinu,“ sagði Daler Juma, ráðherra orku- og vatnsorkumála landsins, í yfirlýsingu sem var birt í gær.

„Hröð bráðnun jökla vegna loftslagsbreytinga er alvarleg ógn í alþjóðlega samhenginu þegar kemur að við því vernda vatnsforða okkar,“ bætti hann við á viðburði á vegum Kyrgystan, annarrar Mið-Asíuþjóðar sem glímir við bráðnandi jökla vegna hlýnandi loftslags.

Vísindamenn Sameinuðu þjóðanna segja að jöklarnir gætu horfið alveg í Mið-Asíu fyrir lok þessarar aldar. Það myndi leiða til alvarlegs vatnsskorts á svæðinu, þar sem um 80 milljónir manna búa.

mbl.is