Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir meirihluta nefndarinnar taka undir markmið nýs tekjuöflunarkerfis af ökutækjum og eldsneyti.
Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir meirihluta nefndarinnar taka undir markmið nýs tekjuöflunarkerfis af ökutækjum og eldsneyti.
Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir meirihluta nefndarinnar taka undir markmið nýs tekjuöflunarkerfis af ökutækjum og eldsneyti.
Efnahags- og viðskiptanefnd vísaði frumvarpi til laga um kílómetragjald á ökutæki til ríkisstjórnarinnar í vikunni. Þannig verður það ekki að lögum fyrir áramót.
Diljá segir í samtali við mbl.is að nefndinni hafi borist fjölmargar athugasemdir og ábendingar sem ekki hafi fengist almennileg svör við og ekki gefist ráðrúm til að kafa nógu djúpt ofan í.
„Eins og þær aðstæður sem eru uppi núna og miðað við tímahrakið sem við vorum í þá fannst okkur best að afgreiða málið með þessum hætti. Ekki af því að við vorum andsnúin kerfisbreytingunni heldur af því okkur gafst ekki tími til að vinna málið nægilega vel í þinginu,“ segir Diljá og nefnir ýmsar greiningar og mat á áhrifum sem dæmi þar um.
Hún segir kerfisbreytinguna þurfa að eiga sér stað. „Ef þessi þróun heldur áfram, sem hún mun gera, verður það auðvitað alltaf þannig í meira mæli að þeir sem ekki nota vegakerfið þurfa að standa undir greiðslum á því.“
Diljá segir ágætis samhljóm hafa verið innan nefndarinnar um niðurstöðuna þó að afgreiðslan hafi verið með þessum hætti.
Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.