Margt var um manninn í Grósku hugmyndahúsi í vikunni þegar ýmsir hagaðilar úr ferðaþjónustu auk fjárfesta og frumkvöðla komu saman á hádegisviðburðinum Tourism Talks.
Margt var um manninn í Grósku hugmyndahúsi í vikunni þegar ýmsir hagaðilar úr ferðaþjónustu auk fjárfesta og frumkvöðla komu saman á hádegisviðburðinum Tourism Talks.
Margt var um manninn í Grósku hugmyndahúsi í vikunni þegar ýmsir hagaðilar úr ferðaþjónustu auk fjárfesta og frumkvöðla komu saman á hádegisviðburðinum Tourism Talks.
Startup Tourism er viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á vegum KLAK – Icelandic Startups sem er í gangi um þessar mundir og var viðburðurinn hluti af dagskrá hans.
Þemað á viðburðinum var nýsköpun í ferðaþjónustu og til að veita viðstöddum hvetjandi innblástur í þeim efnum fluttu Eva María Lange, stofnandi Pink Iceland, og Dóróthea Ármann, rekstrarstjóri Vínstofu Friðheima, erindi um þær leiðir sem þær hafa farið á undanförnum árum til þess að ná frábærum árangri með hugmyndir sínar í ferðaþjónustu á Íslandi.
Rúsínan í pylsuendanum voru svo lyfturæður þeirra níu teyma sem taka nú þátt í Startup Tourism. Frumkvöðlarnir stigu á svið einn af öðrum og höfðu aðeins 90 sekúndur til þess að heilla gesti upp úr skónum með viðskiptahugmyndum sínum.
Að lokum gafst fólki svo tími til að njóta léttra veitinga, sýna sig og sjá aðra og efla þannig tengslanet sitt og njóta stundarinnar.
Bakhjarlar Startup Tourism eru Berjaya Iceland Hotels, Icelandair, N1, Icelandia, Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Faxaflóahafnir sf, auk þess sem Íslenski ferðaklasinn og Íslandsstofa koma að verkefninu sem samstarfsaðilar.