Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, segir að fólki sé brugðið yfir því hvernig hlutirnir hafa smám saman molnað niður. Íbúar í litlum byggðarlögum séu sumir hverjir „hættulega nægjusamir“ með takmarkaða opinbera þjónustu.
Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, segir að fólki sé brugðið yfir því hvernig hlutirnir hafa smám saman molnað niður. Íbúar í litlum byggðarlögum séu sumir hverjir „hættulega nægjusamir“ með takmarkaða opinbera þjónustu.
Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, segir að fólki sé brugðið yfir því hvernig hlutirnir hafa smám saman molnað niður. Íbúar í litlum byggðarlögum séu sumir hverjir „hættulega nægjusamir“ með takmarkaða opinbera þjónustu.
„Þeir eru jafnvel glaðir og gera ekki kröfu um annað en gangfæran sjúkrabíl og sjúkraflutningsmann. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir hann.
Hann vill átak í því að styrkja Eyjafjarðarsvæðið sem valkost við höfuðborgarsvæðið og búa til álíka þyngdarpunkt fyrir austan en til þess þurfi samgöngubyltingu.
Fiskeldi er umdeilt en samt stór atvinnugrein í kjördæminu. Reynslan sýnir að greinin veltir tugum milljarða og hjálpar minni byggðarlögum, að hans sögn. Hann vill þó að greinin starfi í sátt við nærsamfélagið og nefnir í því samhengi að fólk í Seyðisfirði sé ekki spennt fyrir sjókvíaeldi.