Lægri skatta á landsbyggðarmenn

Alþingiskosningar 2024 | 15. nóvember 2024

Lægri skatta á landsbyggðarmenn

Þorgrím­ur Sig­munds­son, sem skip­ar annað sæti á lista Miðflokks­ins, seg­ir að fólk og fyr­ir­tæki á lands­byggðinni sem eru lengra frá op­in­berri þjón­ustu eigi að borga lægri skatta.

Lægri skatta á landsbyggðarmenn

Alþingiskosningar 2024 | 15. nóvember 2024

Þorgrím­ur Sig­munds­son, sem skip­ar annað sæti á lista Miðflokks­ins, seg­ir að fólk og fyr­ir­tæki á lands­byggðinni sem eru lengra frá op­in­berri þjón­ustu eigi að borga lægri skatta.

Þorgrím­ur Sig­munds­son, sem skip­ar annað sæti á lista Miðflokks­ins, seg­ir að fólk og fyr­ir­tæki á lands­byggðinni sem eru lengra frá op­in­berri þjón­ustu eigi að borga lægri skatta.

Hann seg­ir að Norðmenn séu með svipað kerfi við lýði og því sé Miðflokk­ur­inn ekki að finna upp hjólið í þessu sam­hengi. Spurður hvort þetta sé sann­gjarnt seg­ir hann:

„Það er eng­inn vafi í mín­um huga enda miklu dýr­ara fyr­ir þann sem býr á Langa­nesi eða niðri á Djúpa­vogi eða hvar sem hann býr að sækja sér þá þjón­ustu sem skatt­arn­ir hans standa und­ir.“

Hann seg­ir að óháð því við hvern hann ræði þá séu vext­ir og verðbólga það sem brenni mest á fólki og því þurfi að koma bönd­um á rík­is­fjár­mál­in. Þá seg­ir hann flokk­inn standa með upp­bygg­ingu fisk­eld­is í kjör­dæm­inu en vill að grein­in sæti ströngu eft­ir­liti.

mbl.is