Lóðaskortur ekki vandamálið

Alþingiskosningar 2024 | 15. nóvember 2024

Lóðaskortur ekki vandamálið

Ingvar Þórodds­son, oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, seg­ir að vext­ir, verðbólga og heil­brigðismál brenni mest á fólk í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Lóðaskortur ekki vandamálið

Alþingiskosningar 2024 | 15. nóvember 2024

Ingvar Þórodds­son, oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, seg­ir að vext­ir, verðbólga og heil­brigðismál brenni mest á fólk í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Ingvar Þórodds­son, oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, seg­ir að vext­ir, verðbólga og heil­brigðismál brenni mest á fólk í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Biðlist­ar eru lang­ir, að hans sögn, og fólk þarf oft að ferðast lang­ar vega­lengd­ir til þess að sækja heil­brigðisþjón­ustu sem hann seg­ir að þurfi að bæta.

Fast­eigna­markaður­inn er of­ar­lega í huga fólks en Ingvar seg­ir að það sé ekki endi­lega lóðaskort­ur sem er vanda­málið. Nefn­ir sem dæmi að það sé hús­næðis­skort­ur á Raufar­höfn en það sé ekki vegna lóðaskorts held­ur ein­fald­lega vegna þess að það er of dýrt að byggja.

Hann ger­ir lítið úr álykt­un Viðreisn­ar um að banna ný­skrán­ingu dísil- og bens­ín­bíla á næsta ári og seg­ir að það standi ekki til. Málið hef­ur valdið úlfúð meðal margra og þá ekki síst hjá lands­byggðarmönn­um. Sjálf­ur seg­ir Ingvar að hann sé ekki hrif­inn af boðum og bönn­um.

mbl.is