Ingvar Þóroddsson, oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, segir að vextir, verðbólga og heilbrigðismál brenni mest á fólk í Norðausturkjördæmi.
Ingvar Þóroddsson, oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, segir að vextir, verðbólga og heilbrigðismál brenni mest á fólk í Norðausturkjördæmi.
Ingvar Þóroddsson, oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, segir að vextir, verðbólga og heilbrigðismál brenni mest á fólk í Norðausturkjördæmi.
Biðlistar eru langir, að hans sögn, og fólk þarf oft að ferðast langar vegalengdir til þess að sækja heilbrigðisþjónustu sem hann segir að þurfi að bæta.
Fasteignamarkaðurinn er ofarlega í huga fólks en Ingvar segir að það sé ekki endilega lóðaskortur sem er vandamálið. Nefnir sem dæmi að það sé húsnæðisskortur á Raufarhöfn en það sé ekki vegna lóðaskorts heldur einfaldlega vegna þess að það er of dýrt að byggja.
Hann gerir lítið úr ályktun Viðreisnar um að banna nýskráningu dísil- og bensínbíla á næsta ári og segir að það standi ekki til. Málið hefur valdið úlfúð meðal margra og þá ekki síst hjá landsbyggðarmönnum. Sjálfur segir Ingvar að hann sé ekki hrifinn af boðum og bönnum.