Segir bankana vera að „moka til sín“

Alþingiskosningar 2024 | 15. nóvember 2024

Segir bankana vera að „moka til sín“

Gunn­ar Viðar Þór­ar­ins­son, oddviti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, seg­ir að traust til stofn­ana sam­fé­lags­ins eins og til dæm­is Alþingi sé lítið og því finnst hon­um þurfa að breyta. Hann tel­ur að það sé best tryggt með auknu lýðræði.

Segir bankana vera að „moka til sín“

Alþingiskosningar 2024 | 15. nóvember 2024

Gunn­ar Viðar Þór­ar­ins­son, oddviti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, seg­ir að traust til stofn­ana sam­fé­lags­ins eins og til dæm­is Alþingi sé lítið og því finnst hon­um þurfa að breyta. Hann tel­ur að það sé best tryggt með auknu lýðræði.

Gunn­ar Viðar Þór­ar­ins­son, oddviti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, seg­ir að traust til stofn­ana sam­fé­lags­ins eins og til dæm­is Alþingi sé lítið og því finnst hon­um þurfa að breyta. Hann tel­ur að það sé best tryggt með auknu lýðræði.

Hann seg­ir fólk finna fyr­ir vax­andi fjár­hags­vanda og því finn­ist ósann­gjarnt að bank­ar skili „geðveik­um hagnaði“ á sama tíma og það borgi háa vexti af hús­næðislán­un­um sín­um.

„Maður spyr sig: Er þetta sann­gjarnt? Að fjöl­skyld­ur séu að vinna og vinna og vinna til þess að eiga efni á þessu á meðan bank­arn­ir moka til sín eins og þá lyst­ir?“ seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir Lýðræðis­flokk­inn vilja stuðla að at­vinnu­upp­bygg­ingu en á sama tíma þurfi að gera hlut­ina vel. Hon­um finnst að sveit­ar­fé­lög­in eigi að fá „rétt­mæt­an arð af þeim fjár­fest­ing­um og þeim fyr­ir­tækj­um sem eru með starf­semi“.

mbl.is