Theodór Ingi Ólafsson er 47 ára og sér eftir því að hafa ekki orðið bóndi en stefnir nú á það að verða alþingismaður fyrir Pírata í Norðausturkjördæmi.
Theodór Ingi Ólafsson er 47 ára og sér eftir því að hafa ekki orðið bóndi en stefnir nú á það að verða alþingismaður fyrir Pírata í Norðausturkjördæmi.
Theodór Ingi Ólafsson er 47 ára og sér eftir því að hafa ekki orðið bóndi en stefnir nú á það að verða alþingismaður fyrir Pírata í Norðausturkjördæmi.
Hann segir Pírata vilja banna sjókvíaeldi og hann hefur áhyggjur af að það sé að eyðileggja firðina.
„Maður hefur áhyggjur af því að þetta eyðileggi þessa firði. Svo hefur maður líka áhyggjur af því að þetta verði hreinlega orðið sjálfvirknivætt eftir nokkur ár. Hvar er þá ágóðinn fyrir sveitarfélagið ef það er ekki einu sinni vinnu að fá í þessu?“ segir Theodór.
Hann er ekki mótfallinn því að virkjunarkostir fyrir vindorkuframleiðslu verði skoðaðir en segir að það þurfi að setja umhverfið í forgang. Spurður hvar eigi að skerða orku ef ekki á að framleiða meiri orku segir hann að hann sé ekki sérlega hrifinn af álverum en tekur þó fram að hann sé ekki að tala fyrir lokun þeirra.
„Okkur finnst náttúrlega næg orka vera til í landinu,“ segir hann um stöðu orkumála.