Sigmundur studdi vantraust á Sigríði

Spursmál | 15. nóvember 2024

Sigmundur studdi vantraust á Sigríði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í hópi þeirra 29 stjórnarandstöðuþingmanna sem studdu vantrausttillögu á Sigríði Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra.

Sigmundur studdi vantraust á Sigríði

Spursmál | 15. nóvember 2024

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í hópi þeirra 29 stjórnarandstöðuþingmanna sem studdu vantrausttillögu á Sigríði Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í hópi þeirra 29 stjórnarandstöðuþingmanna sem studdu vantrausttillögu á Sigríði Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra.

Þetta er rifjað upp í Spursmálum þar sem Sigmundur Davíð er gestur. Fyrir skömmu var tilkynnt um að Sigríður tæki sæti sem annar oddvita Miðflokksins í Reykjavík.

Kaus með

Sigmundur ver ákvörðunina í Spursmálum en hún fól í sér atkvæðagreiðslu á Alþingi þann 6. mars 2018. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins greiddi ekki atkvæði.

Vantraustið var lagt fram í kjölfar hins svokallaða Landsréttarmáls sem kom upp í kjölfar þess að nýju millidómstigi var komið á laggirnar og dómarar skipaðir í hinn nýja dóm. Var hart deilt á aðferðafræðina við skipanina sem þó hlaut áður en yfir lauk blessun þingsins. 

Flutningsmönnum tillögunnar að vantrausti  varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Tillagan var felld með 29 atkvæðum gegn 33.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigríður Á. Andersen eru nú flokksfélagar …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigríður Á. Andersen eru nú flokksfélagar en voru andstæðingar árið 2018. mbl.is/samsett mynd

Gerði grein fyrir atkvæði sínu

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig Sigmundur Davíð færði rök fyrir máli sínu þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu á Alþingi.

Farið um víðan völl

Í viðtalinu við Sigmund Davíð er farið yfir víðan völl, allt frá búvörusamningum til hugmynda Miðflokksins um að gefa íslensku þjóðinni 42,5% hlut í Íslandsbanka.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér:

mbl.is