Stal senunni í 22 ára gömlum kjól

Poppkúltúr | 15. nóvember 2024

Stal senunni í 22 ára gömlum kjól

Bandaríska leikkonan Halle Berry opnaði tískusýningu sem haldin var í tilefni af 45 ára starfsafmæli líbanska hönnuðarins Elie Saab í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu á miðvikudag.

Stal senunni í 22 ára gömlum kjól

Poppkúltúr | 15. nóvember 2024

Halle Berry er stórglæsileg.
Halle Berry er stórglæsileg. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Halle Berry opnaði tískusýningu sem haldin var í tilefni af 45 ára starfsafmæli líbanska hönnuðarins Elie Saab í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu á miðvikudag.

Bandaríska leikkonan Halle Berry opnaði tískusýningu sem haldin var í tilefni af 45 ára starfsafmæli líbanska hönnuðarins Elie Saab í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu á miðvikudag.

Leikkonan stal senunni í kjól úr smiðju Saab sem hún klæddist fyrst þegar hún hreppti Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Monster’s Ball árið 2002.

Berry, sem varð fyrst svartra leikkvenna til að vera valin besta leikkonan í aðalhlutverki, deildi myndskeiði af sér í kjólnum, sem klæddi hana mjög vel árið 2002 og jafnvel enn betur öllum þessum árum seinna, á Instagram-síðu sinni. Myndskeiðið vakti mikil og jákvæð viðbrögð.

„Það eru nokkur augnablik í lífinu sem eru minnisstæðari en önnur, augnablik sem breyta öllu á augabragði. Að hreppa Óskarsverðlaunin íklædd þessum glæsilega Elie Saab-kjól var slíkt augnablik fyrir mig. Takk, herra Saab fyrir að vera stór hluti af vegferð minni. Það var mikill heiður að fá að fagna þér,” skrifaði Berry meðal annars við færsluna sem hátt í 370.000 manns hafa líkað. 

Kjóllinn, sem þykir einstakur, er í dag hluti af sögusafni bandarísku kvikmyndaakademíunnar í Los Angeles.

View this post on Instagram

A post shared by Halle Berry (@halleberry)

mbl.is